fimmtudagur, maí 25, 2006
Egó
Ég er alveg við það að óverdósa af egóbústi.
Eftir gæsunina og brúðkaupið var varla á persónudýrkunina bætandi. En í gærkvöldi (og nótt og alveg undir morgun að sjálfsögðu...) var bætt vel á pakkann þegar ég var kvödd af Gallupvinum mínum. Ég er frábær og æðisleg og allir eiga eftir að sakna mín sárt þegar ég hætti í næstu viku. Ég fékk m.a. að sjá ansi skemmtilegt myndband af fólkinu mínu tala til mín og kveðja mig, gjafir og söng og gítarspil, bara til mín. Ég grenjaði úr mér augun og brosti hringinn um leið.
Ég á svo mikið af flottu fólki allt í kringum mig og er endalaust þakklát fyrir það.
Eftir gæsunina og brúðkaupið var varla á persónudýrkunina bætandi. En í gærkvöldi (og nótt og alveg undir morgun að sjálfsögðu...) var bætt vel á pakkann þegar ég var kvödd af Gallupvinum mínum. Ég er frábær og æðisleg og allir eiga eftir að sakna mín sárt þegar ég hætti í næstu viku. Ég fékk m.a. að sjá ansi skemmtilegt myndband af fólkinu mínu tala til mín og kveðja mig, gjafir og söng og gítarspil, bara til mín. Ég grenjaði úr mér augun og brosti hringinn um leið.
Ég á svo mikið af flottu fólki allt í kringum mig og er endalaust þakklát fyrir það.
Comments:
Skrifa ummæli