<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, maí 18, 2006

Despó 

Var að horfa á grey Silvíu Nótt alltof desperate í að vinna leikinn, tapa júróvisjon og hló innra með mér. Auðvitað! Ég nenni því varla í júróvisjonpartýið á laugardaginn. Hvernig væri að vera bara heima hjá sér for once og tjilla = gera ekkert. Kannski vera desperate og setja í eina vél. Það er húsverk sem aldrei klárast. Ég er búin að vera svo bissí og blaut í maí að það fer sko alveg að koma að ströngu straffi. Eh..eftir Ítalíu sko. Það er óvissuferð annað kvöld og TVÖ (já, stjörnufélagarnir mínir klikka ekki á því að halda prívat stjörnupartý frekar en allir hinir - sjá bloggið "Stjarnan ég" frá því í nóvember ´05) Gallupkveðjupartý fyrir MIG vikuna á eftir, snöktisnökt. En ég er svona frekar desperate í að djamma svo tvö kveðjupartý eru bara hæfilegur skammtur fyrir mig. Svo er ég búin að vera bissí við að gæsast og giftast og halda grillpartý, fara í grillpartý, halda tónleika, fara á tónleika, kantskera garðinn og reita arfa (og komst að því að gróðurofnæmið mitt hlýtur að vera farið þar sem ég hnerraði ekki einu sinni - sem betur fer, enda með rihisa garð) slá og mála. Já, garðvinna á kvöldin er frekar kósí! Soldið húsmóðurslegt, ég veit, en ég fíla það.

Það var líka svolítið despó-húsmó-legt þegar við 4 vinkonurnar sátum inni í stofu í gærkvöldi, sötrandi hvítvín, og föttuðum þó nokkuð seint þegar allt var allt í einu ofurhljótt inni að litlu sætu krakkarnir okkar höfðu stungið af út í garð á stuttermabolunum og sokkaleistunum (sokkaleistar - það er eitthvað svo ömmulegt að segja sokkaleistar!) og voru á kafi að leika sér í sandkassanum og í bílaleik! Við vorum svo djúpt sokknar í vinkonusamræðurnar (nei, ekki í vínið) að við tókum ekki eftir neinu. Krakkanir skildu lítið í þessum mömmum og voru frekar ósáttir við að þurfa að fara inn aftur...

Og nú ætla að fara að horfa á Desperate houswifes, og vera hæstánægð með mig yfir því hvað ég er frábær eiginkona og húsmóðir miðað við þær. Ekkert desperate - nei, neeeeeiiiii.

Hér má sjá litlu ljóshærðu krúttlegu fjórburana okkar - Emil Vilborgar-Helguson, Elísa Elísabetudóttir, Vera Víglunds og Dagur Sóleyjarson.


Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker