<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, apríl 26, 2006

Nýtt líf 

Ég er í nýju lífi.

Einhver minnti mig á að nú væru síðustu dagar mínir sem ógift kona að renna á skeið. Síðasta helgin næsta helgi. Gúpp. Og eftir það verð ég gjörbreytt manneskja eða hvað? Gift og virðuleg Frú Helgason.

Svo er ég í nýju húsi. Elska það. Og nýi bíllinn kom í hlaðið í dag. Sjóðandi heitur frá Ameríku á genginu 109478. Eða alla vega hækkað það allverulega á meðan þeir úti í NY týndu pappírunum af honum og hann komst því ekki strax heim. En flottur er hann og vonandi klessi ég sjaldnar á á honum en á Landanum. Ég sem hafði bara einu sinni áður nuddað gömlu Toyotunni minni utan í vegrið áður en ég kom á Landann og keyrði hann og fleiri bíla í hakk. Ég meina stór kona þarf ekki endilega svona stóran bíl. En nú er nýtt líf með nýjum kagga. Úha. Ok, hann er station en ég vil meina að það sé ok og ekki svo hallærislegt eftir þrítugt. Ellimerki eru hrukkur en ekki staionbíll takk fyrir!

Svo er það ný vinna. Já, dagar mínir sem Gallupari eru líka að renna sitt skeið. Ég fæ nú bara í magann að hugsa um það. Gallup hefur verið mitt líf undanfarin 5 ár og þegar ég hugsa um nýja vinnu fær ég svona tilfinningu eins og ég sé að flytja að heiman. Stressandi og sorglegt. Ég ákvað að söðla um í takt við nýtt líf. Nei, smá djók, það var bara allt í einu kominn tími á þetta. Verkefnin mín allt í einu orðin gubbuleiðinleg og því ekki annað að gera en að finna eldinn á öðrum stað. Ég mun sakna félagsskaparins í Gallup sem er einstakur, stjörnufélagar, stráka- og stelpuvinir, djamm og alvara. Ég verð alltaf Gallupari í hjarta mínu...snöktisnökt. Og kannski smá Nýherji líka ef allt fer vel.

Og svo er það nýtt barn.....heheheheh neeeeeeeeeeeeiiiii bara grín - got you there!

Nýtt líf hjá minni en ég verð samt alltaf sama gamla góða Erla góða Erla...

þriðjudagur, apríl 25, 2006

Talandi Vera 

Vera á sitt mánaðarlegt afmæli í dag. Til að komast hjá ákveðnum umræðum um mánaðaraldur barna ætla ég að sleppa því að segja ykkur hvað hún er gömul. Hún verður alla vega eins árs 25. júlí og reikni nú þeir sem vilja!

Vera er að taka stökk í máltökunni. Hún er farin að setja nokkur orð saman í setningu og alltaf bætast ný og ný orð í safnið. Það var bara í fyrradag sem hún breytti pabbA í pabbi og voffa í voffI. I-ið er sem sagt komið. Og kannski ofnýtt til að byrja með því núna er ég mammÍ og þegar hún vill hoppa þá er það hoppÍ og duddan er orðin duddÍ... hrikalega fyndið. Henni finnst líka voða gaman að segja hver á hvað: Mamma Á (bendir á snyrtibudduna), babba Á (vinnubíllinn), afa Á voffa og þess háttar.

Svo getur maður orðið rætt hlutina við dömuna og hún veit orðið svo margt (=gáfuð þessi elska!). Hún var að telja upp alla fjölskyldumeðlimina sem hún kann nöfnum að nefna í morgun og sagði m.a.: Ats (Axel) Á voffa, og þá spurði ég hana hvað voffinn heitir, og mín svaraði um hæl: Sbelpla (Stelpa) - BINGÓ, já hann Axel á sko hund og hann heitir sko Stelpa. Vera voffasjúka veit allt um það. Svo tjáði hún mér í gærmorgun þegar ég sagði henni að við værum að fara til Möggu og Sússí (dagmömmurnar): Neeeeei mamma, hem! (Nei mamma, ég vil vera heima!). Einhver sagði mér að búa mig undir nokkur ár af ákveðni...ok, þekki það - og ég er tilbúin!

Vera syngur Abbalabbalá með mér af stakri snilld og einnig síðustu orðin í hverri setningu í Allir krakkar. Það á svo eftir að koma í ljós hvort hún sé með tónlistargáfu mömmunnar eða pabbans...! Svo kann hún líka hreyfingarnar með „Fyrst á réttunni“, Höfuð herðar hné og tær, Ég heyri svo vel og auðvitað Bra Bra dansinn sem er það allra krúttlegasta (hva, horfið þið ekki á Söngvaborg eða hvað?!).

Vera blómstrar og við elskum að fylgjast með þessari sætu mús.




mánudagur, apríl 24, 2006

Ég að átta mig á Dolly Parton

sunnudagur, apríl 23, 2006

Gæsin ég 

Ég var gæs í gær.
Samt frekar meira Dolly Parton þar sem það var þema dagsins. Getiði ekki alveg auðveldlega ímyndað ykkur mig sem ljósku með risabrjóst og stórar eldrauðar heitar varir??

Þetta var ólýsanlega gaman. Þegar við vorum allar saman held ég að við höfum verið um 25 stelpur og þvílíkur kvennakraftur í okkur flottu píum maður! Jesús! Kvenfélagið Dolly hefur nú þegar verið stofnað í kjölfar gærdagsins. Pant vera formaður hehe.

Dagskrá dagsins var alveg að gera sig og ég náði að vera þvílíkt center of the attention (ha, ég að fíla það??!) og gera mig að fíbbli um leið.

Ég er ennþá með hrossalykt í nefinu, með harðsperrur eftir súludansinn, búin að kenna Vigga línudanssporin, er rám í röddinni eftir öskrin og líður ennþá í dag eftir lofræður gærkvöldsins eins og ég sé best, flottust og skemmtilegust í öllum heiminum geiminum - og ég elska það! Stelpunum mínum að þakka.


Brúðkaupspartýið verður svo massað með sama takti!
Kv,
Dolly.

P.s. ég er ennþá ljóshærð með stór brjóst í draumi í dag...ahhhh....

föstudagur, apríl 21, 2006

SumarVera 


Gleðilegt sumar! Posted by Picasa


Óskar og Vera voffasjúka Posted by Picasa


Vera á vappi í Krísuvík á sumardaginn fyrsta Posted by Picasa

þriðjudagur, apríl 18, 2006

Kanarí víííí 

Kanarí stóð fyrir sínu. Sól, sjór, sandur og sund. Alveg í s-inu. Og já, ég lít alveg eins út og gellan hér á myndinni fyrir neðan, nema kannski með eilítið fleiri freknur. Og nokkur moskítóbit, en hei, enginn er fullkominn. Og ég fíla freknur. Ég brann ekkert þrátt fyrir að vera rauðhaus enda búin að uppgötva vörn aldarinnar: Prodem froðuna.

6 dagar á Kanarí gera alveg gæfumuninn. Sumarið er bara komið hjá mér og ég er í bjartsýnissólarkrampakasti af gleði. Ekki seinna vænna þar sem veturinn kveður í bili eftir morgundaginn.

Vera var hin ánægðasta í fríinu, sullaði og mokaði eins og hún ætti lífið að leysa og svaf í kerrunni sinni þess á milli. Hún smakkaði sinn fyrsta sleikjó og neitaði að drekka hvers kyns vökva nema hann væri í vínglasi og búið væri að skála svona 200 x við hana. Hún lærði að setja tvö til þrjú orð saman í setningu (sko á spænsku hehe!) og gerði ekki annað en að reyna að segja okkur frá því svakalega merkilega sem hún var að upplifa eins og risaöldum, gosbrunni og kanarífuglum.

Úff hvað það verður erfitt að velja á milli kanarísólarferðar eða snjóbrettaferðar um páskana í framtíðinni.


Skál! Posted by Picasa



Það þarf þónokkra einbeitingu þegar maður er að skapa vatnslistaverk sem þetta  Posted by Picasa


Strandarstelpa Posted by Picasa


Tilbúin í slaginn Posted by Picasa


Í skjóli fyrir sólinni í kerrunni Posted by Picasa


Leikvöllurinn á hótelinu var vinsæll hjá Veru Posted by Picasa


Gott að gæða sér á ferskju í sundlaugargarðinum Posted by Picasa


Í sólbaði Posted by Picasa

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Páskafrí 

Þá er ég farin að sleikja sólina á Kanarí.
Nei, ég er ekki svona rík - það er sko mamma sem býður hele familíen. Þetta verður sönn fjölskylduferð. Ég ætla að sigla á vindsæng með Veru og Vigga í heitum sjónum, byggja sandkastala, borða steikur (ekki kjúkling - neeeeei...) og finna giftingahring sem mér líst á.
Og kannski hitti ég líka kanarífugla, hver veit.

Þegar ég kem tilbaka mun ég líta einhvern vegin svona út.

Látið ykkur hlakka til að sjá mig!
E

þriðjudagur, apríl 04, 2006

Undirbúningur 

Ég rakst á einhvern gátlista í svokölluðu brúðarblaði einhvers tímarits. Já, rakst á hann í alvöru því ég var að fletta blaði á biðstofu og þetta var það sem var næst mér. Ég hef ekki keypt eitt einasta svokallað brúðarblað en þykist nú samt geta massað þetta brúðkaup ágætlega án þess.

Alla vega. Á gátlistanum var mikið lagt upp úr því að hafa hlutina tímanlega. Að finna kjól með alla vega 4 mánaða fyrirvara. Að panta förðun og nudd með að minnsta kosti 4 mánaða fyrirvara og einnig panta brúðarkökuna og brúðarvöndinn með 4 mánaða fyrirvara. Ég fékk smá paniktilfinningu í hjartað þar sem ég hugsaði frekar 4 VIKUR en mánuði.

Reyndar erum við frekar save með þetta þar sem þetta er off season. Kannski eru það 4 mánuðir minnst fyrir sumarbrúðkaup, ég veit það ekki.
Ég veit það bara að óþolinmóða týpan ég ætti eflaust erfiðara með að plana brúðkaup með lengri fyrirvara en þessum sem ég hafði.
Og þetta gengur bara svo vel.
Rúmar 4 vikur til stefnu!

mánudagur, apríl 03, 2006

Boðskortið 

Nú ætti boðskortið í brúðkaup aldarinnar að vera komið í hús. En sko samt bara til þeirra 100 sem er boðið - soldið lógískt kannski. Ef þú fékkst ekki kort þá elska ég þig samt en varð bara að skera við nögl.


Boðskortið Posted by Picasa


Já, einmitt - 6. maí á þrítugsafmælinu mínu :) Posted by Picasa

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker