<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, apríl 04, 2006

Undirbúningur 

Ég rakst á einhvern gátlista í svokölluðu brúðarblaði einhvers tímarits. Já, rakst á hann í alvöru því ég var að fletta blaði á biðstofu og þetta var það sem var næst mér. Ég hef ekki keypt eitt einasta svokallað brúðarblað en þykist nú samt geta massað þetta brúðkaup ágætlega án þess.

Alla vega. Á gátlistanum var mikið lagt upp úr því að hafa hlutina tímanlega. Að finna kjól með alla vega 4 mánaða fyrirvara. Að panta förðun og nudd með að minnsta kosti 4 mánaða fyrirvara og einnig panta brúðarkökuna og brúðarvöndinn með 4 mánaða fyrirvara. Ég fékk smá paniktilfinningu í hjartað þar sem ég hugsaði frekar 4 VIKUR en mánuði.

Reyndar erum við frekar save með þetta þar sem þetta er off season. Kannski eru það 4 mánuðir minnst fyrir sumarbrúðkaup, ég veit það ekki.
Ég veit það bara að óþolinmóða týpan ég ætti eflaust erfiðara með að plana brúðkaup með lengri fyrirvara en þessum sem ég hafði.
Og þetta gengur bara svo vel.
Rúmar 4 vikur til stefnu!

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker