þriðjudagur, apríl 18, 2006
Kanarí víííí
Kanarí stóð fyrir sínu. Sól, sjór, sandur og sund. Alveg í s-inu. Og já, ég lít alveg eins út og gellan hér á myndinni fyrir neðan, nema kannski með eilítið fleiri freknur. Og nokkur moskítóbit, en hei, enginn er fullkominn. Og ég fíla freknur. Ég brann ekkert þrátt fyrir að vera rauðhaus enda búin að uppgötva vörn aldarinnar: Prodem froðuna.
6 dagar á Kanarí gera alveg gæfumuninn. Sumarið er bara komið hjá mér og ég er í bjartsýnissólarkrampakasti af gleði. Ekki seinna vænna þar sem veturinn kveður í bili eftir morgundaginn.
Vera var hin ánægðasta í fríinu, sullaði og mokaði eins og hún ætti lífið að leysa og svaf í kerrunni sinni þess á milli. Hún smakkaði sinn fyrsta sleikjó og neitaði að drekka hvers kyns vökva nema hann væri í vínglasi og búið væri að skála svona 200 x við hana. Hún lærði að setja tvö til þrjú orð saman í setningu (sko á spænsku hehe!) og gerði ekki annað en að reyna að segja okkur frá því svakalega merkilega sem hún var að upplifa eins og risaöldum, gosbrunni og kanarífuglum.
Úff hvað það verður erfitt að velja á milli kanarísólarferðar eða snjóbrettaferðar um páskana í framtíðinni.
Skál!
Það þarf þónokkra einbeitingu þegar maður er að skapa vatnslistaverk sem þetta
6 dagar á Kanarí gera alveg gæfumuninn. Sumarið er bara komið hjá mér og ég er í bjartsýnissólarkrampakasti af gleði. Ekki seinna vænna þar sem veturinn kveður í bili eftir morgundaginn.
Vera var hin ánægðasta í fríinu, sullaði og mokaði eins og hún ætti lífið að leysa og svaf í kerrunni sinni þess á milli. Hún smakkaði sinn fyrsta sleikjó og neitaði að drekka hvers kyns vökva nema hann væri í vínglasi og búið væri að skála svona 200 x við hana. Hún lærði að setja tvö til þrjú orð saman í setningu (sko á spænsku hehe!) og gerði ekki annað en að reyna að segja okkur frá því svakalega merkilega sem hún var að upplifa eins og risaöldum, gosbrunni og kanarífuglum.
Úff hvað það verður erfitt að velja á milli kanarísólarferðar eða snjóbrettaferðar um páskana í framtíðinni.
Skál!
Það þarf þónokkra einbeitingu þegar maður er að skapa vatnslistaverk sem þetta
Comments:
Skrifa ummæli