<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, apríl 23, 2006

Gæsin ég 

Ég var gæs í gær.
Samt frekar meira Dolly Parton þar sem það var þema dagsins. Getiði ekki alveg auðveldlega ímyndað ykkur mig sem ljósku með risabrjóst og stórar eldrauðar heitar varir??

Þetta var ólýsanlega gaman. Þegar við vorum allar saman held ég að við höfum verið um 25 stelpur og þvílíkur kvennakraftur í okkur flottu píum maður! Jesús! Kvenfélagið Dolly hefur nú þegar verið stofnað í kjölfar gærdagsins. Pant vera formaður hehe.

Dagskrá dagsins var alveg að gera sig og ég náði að vera þvílíkt center of the attention (ha, ég að fíla það??!) og gera mig að fíbbli um leið.

Ég er ennþá með hrossalykt í nefinu, með harðsperrur eftir súludansinn, búin að kenna Vigga línudanssporin, er rám í röddinni eftir öskrin og líður ennþá í dag eftir lofræður gærkvöldsins eins og ég sé best, flottust og skemmtilegust í öllum heiminum geiminum - og ég elska það! Stelpunum mínum að þakka.


Brúðkaupspartýið verður svo massað með sama takti!
Kv,
Dolly.

P.s. ég er ennþá ljóshærð með stór brjóst í draumi í dag...ahhhh....

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker