<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, mars 30, 2006

ÚFF SJÚFF 

Nnnnneeeeeiiii, hvað er að gerast með þessa blessuðu þjóð?! Kræst.

Lopapeysuvæðingin mikla hefur náð hápunktinum! Það er byrjað að selja lopapeysur í Hagkaup of all places!!! En það voru einmitt tvær stoltar fyrirsætur íklæddar svörtum lopapeysum utan á Hagkaupsblaðinu sem kom inn um lúguna til mín í dag. Og peysan var á fimmþúsundkall stykkið. Það er hreinlega verið að gera lítið úr þjóðarstoltinu. Úff. Ég segi nú bara ekki annað en úff. Og SJÚFF líka.

Það þarf alltaf að eyðileggja allt. Reyndar veit ég ekki hver eyðilagði hvað í hverju en þetta er alveg dæmigert fyrir Ísland. Tískan bara tröllríður landanum í rassg....

Sjálf á ég nokkrar lopapeysur og er því kannski lítið skárri, en kommon. Hagkaup! Úff. Ég bað ömmu Sillu um að prjóna á mig fyrstu lopapeysuna mína rétt eftir fermingu. Ég var alltaf í henni. Notaði hana sérstaklega mikið á MH tímabilinu forðum daga. Það var svona semi-kúl þá að vera í lopapeysu, hippafílingurinn í hámarki in the nineties, en ekki nærri því allir áttu samt slíka flík.

Núna er þetta hryllilegt. AAAAAllir í lopapeysum. Og það alveg eins lopapeysum, helst svörtum. Það er jú ekkert nýtt að allir séu eins á Íslandi, þannig er þetta greinilega bara í svona litlu svakameðvituðu samfélagi.
Sem betur fer er nýjasta lopapeysan mín sem mamma prjónaði á mig í fyrra með túrkíslituðu munstri. Hef ekki enn séð aðra í svoleiðis. Ég kann ekki skýringu á því, ég vil tolla í tískunni en verð samt alltaf að vera smá pínu öðruvísi. Annars bara morkna ég og deeeeeeeeeeeeeeyyyyyyy...

En ég hætti aldrei að ganga í lopapeysum. Ekki heldur þegar tískubylgjan er yfirstaðin sem samkvæmt mínum spám ætti að gerast einhvern tímann með haustinu.

mánudagur, mars 27, 2006

Verulíus 


Dudud i gongutur - solgleraugun voru aefing fyrir Kanari og hun tokst prydilega - Vera vildi endilega hafa tau enda med eindaemum mikil paeja Posted by Picasa


Med tiko Posted by Picasa


Vera a leid i fermingu Posted by Picasa

sunnudagur, mars 26, 2006

Fjöruferð og fimleikar 

Fjöruferð og fimleikar eru meðal þess sem helgin bauð upp á.
Ferming og annars konar fjör voru einnig á dagskránni en þið verðið bara að ímynda ykkur það.


ParIРPosted by Picasa


Mokimoki Posted by Picasa


Vera var mjog upptekin af tvi ad moka i fjorunni og dundadi ser lengi vid tad. Tad verdur sko keyptur sandkassi i hallargardinn strax og vora tekur! Posted by Picasa


Vera Posted by Picasa


Nei, sjadu mamma, tharna er pabbi! Posted by Picasa


I fjorunni Posted by Picasa


Ad leik med blodruna og tjaldid Posted by Picasa


Hoppa! Posted by Picasa


Vera elskar ad hoppa - hun var ostodvandi i fimleikunum í Leikhöllinni og vildi helst bara hoppa og hoppa og hoppa... Posted by Picasa


Hoppad a hesti Posted by Picasa


Undir og i gegn - tad er betra ad hafa tunguna uti tegar madur er ad vanda sig Posted by Picasa


Einbeitt a jafnvaegisslanni Posted by Picasa


Um ad gera ad vera stortaek og bjartsyn... Posted by Picasa


Stud a stora boltanum Posted by Picasa

Dekur 

Ég fékk verðlaun á laugardaginn. Verðlaun fyrir að vera svo frábær, en samt aðallega fyrir að vera búin að flytja og græja allt og gera í sambandi við það. Frá sjálfri mér aðallega en auðvitað líka smá frá Vigga.

Við gerðum okkur dekurdag sem við höfum ekki gert in years og fórum í nudd og spa í Laugum. Ahhhhh.

Spaið var fínt þótt ég fíli ekki gufuböð. Skemmtilega afslappandi og ég virkilega hraut liggjandi í lazyboy í bikiní og baðslopp við arineld og það með fullt af öðru fólki líka í baðfötum og baðslopp. Fyndin sjón en afslappandi. Sérstaklega eftir nuddið sem ég fékk. Reyndar var þetta meira dekurlegt klapp en það sem ég kalla nudd, en slakandi var það.

Ég þekki nebblega betri nuddara en kallinn sem strauk mér í Laugum. Viggann minn.
Já, smiðurinn minn er líka nuddari.
Þegar við kynntumst fyrir mööörgum árum (vil ekki segja ártalið hér því þá deyja sumir sem ég þekki úr hlátri fyrir það hvað ég er eins og gömlu kerlingarnar sem nota ´54 og ´63 til að rifja upp gamla atburði heheheheheheeheeeeeeeeeeeeeeee - ok, ok, það var ´93!) þá var Viggi einmitt nýbúinn með nuddskólann. Hann vann reyndar sem smiður þá en stuttu síðar byrjaði hann að vinna við nuddið. Svo smiðstöffarinn minn með síða hárið og eyrnarlokkana sem vann ber að ofan á sumrin við að smíða hús (úha) söðlaði um og setti hárið í tagl, fór í hvítan nuddgalla og hlustaði á hvalahljóð á meðan hann nuddaði við ilmolíur og reykelsi.

Á þeim tíma fékk ég bæði nudd heima eftir erfiðan skóladag og svo laumaði ég mér ósjaldan í lausa tíma hjá honum í eyðum sem voru í MH stundartöflunni minni. Hann var nebblega bara hinu megin við götuna að nudda og var það ansi jákvætt þegar maður var orðinn stífur í öxlunum eftir glósuskrif...aaaahhhh. Og þá var sko tekið á manni almennilega. Á allan hátt.
Ó, je ;)

(þetta blogg hefur tvennan tilgang: 1) Að segja hvað Viggi er frábær nuddari 2)Að reyna að vinna mér inn nokkur nuddstig hjá kappanum, - já takk elskan!)

laugardagur, mars 25, 2006

Vera 20 mánaða 

Mér finnst soldið hallærislegt að segja að Vera sé orðin 20 mánaða. Ég gleymi aldrei þegar ég átti ekki svona lítið kríli hvað mér fannst svoleiðis mömmur skrýtnar. En núna er ég orðin þannig mamma. Vera er nebblega hvorki eins og hálfs né tveggja ára, heldur einhvers staðar þar á milli.
Alla vega, þann 25. hvers mánaðar á daman smá afmæli, í það minnsta hér á blogginu.

Vera er orðin svo stór og dugleg. Farin að apa eftir flestum orðum og nær hljóðunum vel þótt mamman og pabbinn séu þau einu sem skilja. Behpa (stelpa) og Buba (bumba) eru til dæmis ný. Svo er hún farin að hafa mikið fyrir því að reyna að segja mér frá hlutum sem hafa gerst og frá einhverju sem henni finnst merkilegt. Þá segir hún nokkur orð í röð og bendir og sýnir mér.

Vera er orðin vídeósjúklingur. Kemur heim og bendir á sjónvarpið og segir "aba". Vil horfa á Línu langsokk eða brúðubílinn. Söngvaborg kemur líka sterk inn. Hún situr bara grafkyrr og horfir á þessar myndir án þess næstum að hreyfa sig. Jú, tætir sófann af og til og býr sér til þrautir úr pullunum til að príla í en annars er hún alveg frosin yfir þessu.

Snjóþotan er í uppáhaldi núna eftir snjóinn um daginn og hún er á stofugólfinu til að leika sér við. Vera dettur samt meira í að leika við ólina á henni heldur en þotuna sjálfa því hún dundar sér oft ansi vel með belti og ólar, er að reyna að setja þetta saman. Mamman opnar oft beltaskúffuna þegar hún þarf að fá algjöran frið...

föstudagur, mars 24, 2006


Tvær duddur í einu er málið í dag Posted by Picasa


Búin að kubba tvo turna - sama sæta myndavélabrosið Posted by Picasa


Vera er mikið hrifin af beltum og ólum og getur dundað sér lengi við að leika sér mað það Posted by Picasa


Vera var veik í 5 daga í síðustu viku, en tókst nú samt að kreista fram gott bros Posted by Picasa


Baun í bala  Posted by Picasa


Kissí kissí - hér er nýji kyssusvipurinn hennar Veru (áður var það sko galopinn munnurinn!) Posted by Picasa

þriðjudagur, mars 21, 2006

21 mars 1923 

Amma Silla hefði átt afmæli í dag.
Hún átti sérstakan stað í hjartanu á mér.
Fyrsta bloggið mitt var um ömmu Sillu. Ég sakna hennar óendanlega mikið ennþá.
Ég man að í fyrra á þessum degi þá sátum við saman á kaffihúsi, með mömmu og Veru, en það var hennar fyrsta alvöru kaffihúsaferð, á 82 ára afmælisdaginn sinn. Hún gortaði sig af Veru undrabarnabarnabarni sínu við fólkið á næsta borði, borðaði pecanpæ og drakk heitt súkkulaði með rjóma og fannst lífið yndislegt.
Svo veiktist hún skömmu síðar og dó í kjölfarið. Svæsin lungnabólga kennd við hermannaveiki dró hana óvænt og ósanngjarnt til dauða.

Ég man síðustu heimsóknina mína og Veru til hennar á spítalann þegar hún var enn með meðvitund. Hún var svo slöpp en reisti sig upp í rúminu þegar hún sá okkur og fór strax að tala og leika við Veru. Þær léku high five. Vera klappaði á lófann á ömmu og amma á lófann á Veru. Í þó nokkra stund. Þetta var móment sem ég gleymi aldrei.
Mér finnst svo leiðinlegt að amma muni aldrei sjá Veru stækka. Að hún geti aldei meir gortað sig af því hvað hún er dugleg. Ekki það, ætli hún geri það ekki bara samt hjá jesú, það væri hennar stíll.

Ég fór á leiðið hennar áðan og það var frosið og snjóugt, en með fullt af fallegum afmælisblómum á. Þrátt fyrir að amma hafi verið mesta blómakerling sem ég þekki sendi ég henni bara fingurkoss.
Ekki niður í jörðina heldur upp til himna.

mánudagur, mars 20, 2006

Köben 

Köbenferðin var allt sem ég hafði ímyndað mér. Og smá extra meira en það.
Ölið var betra og ódýrara líka. Og fleira kom á óvart.
H&M og kó stóðu fyrir sínu og ég dressaði dömuna mína upp í næstu stærð. Við kynntumst Köben á annan hátt en venja er með því að taka þátt í frábærum ratleik um miðborgina, og auðvitað vann mitt lið. Vorfílingurinn var í lofti og þeim mun skemmtilegra að rölta um. Og hvað þá versla opna skó og mínípils.
Árshátíðin var hin skemmtilegasta og tjúttað framundir morgun með dönsku öli. Mín var alveg stressuð fyrir frumsýningu tveggja myndbanda/skemmtiatriða sem ég stóð fyrir, svitnaði vel í lófunum þar. En maður slær bara í gegn á hvaða vettvangi sem er.
Akkúrat.
Næst: Fjölskylduferð til Kanarí.

miðvikudagur, mars 15, 2006

Ég fer í fríið 

Jæja, þá er ég skroppin til Köben á árshátíð. Jei!
Ég ætla að drekka fullt af öli, kaupa upp lagerinn í H&M og æfa mig í dönsku (sko, eftir nokkra öl).
Þetta verður stöð.
Kubenkveðjur
E

sunnudagur, mars 12, 2006

Tjútt 

Helgin var svaka fín.
Ég skálaði lítið eitt á föstudagskvöldið þar sem ein vinkona í vinnunni var að hætta (reyndar finnst mér að einhver ætti að nefna kokteil eftir mér fyrir frammistöðuna...), hituðum okkur upp á undan skrallinu með því að fara í fimleika þar sem ég hoppaði margfalda hæð mína á trampólíni, fékk fullt af heimsóknum, klippti eitt stykki myndband sem skemmtiatriði á árshátíðinni í Köben sem nálgast, og fór út að leika í snjónum. Rétt náði því áður en hann hvarf aftur.
Sem sagt gott tjútt á öllum vígstöðvum.

Hér eru nokkrar Verumyndir í gamni. Og ein af djammandi mömmunni til að sýna ykkur hinum sem djammið ekki hvað það er gaman. Samt auðvitað ekki jafn gaman og að búa til snjókarl.
Á tjúttið með ykkur!

Uppgotvudum tessa lika finu brekku uti i gardi hja okkur - Veru finnst hun aedi Posted by Picasa


Vera og flottasti snjokarlinn i Hafnarfirdi Posted by Picasa

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker