laugardagur, mars 25, 2006
Vera 20 mánaða
Mér finnst soldið hallærislegt að segja að Vera sé orðin 20 mánaða. Ég gleymi aldrei þegar ég átti ekki svona lítið kríli hvað mér fannst svoleiðis mömmur skrýtnar. En núna er ég orðin þannig mamma. Vera er nebblega hvorki eins og hálfs né tveggja ára, heldur einhvers staðar þar á milli.
Alla vega, þann 25. hvers mánaðar á daman smá afmæli, í það minnsta hér á blogginu.
Vera er orðin svo stór og dugleg. Farin að apa eftir flestum orðum og nær hljóðunum vel þótt mamman og pabbinn séu þau einu sem skilja. Behpa (stelpa) og Buba (bumba) eru til dæmis ný. Svo er hún farin að hafa mikið fyrir því að reyna að segja mér frá hlutum sem hafa gerst og frá einhverju sem henni finnst merkilegt. Þá segir hún nokkur orð í röð og bendir og sýnir mér.
Vera er orðin vídeósjúklingur. Kemur heim og bendir á sjónvarpið og segir "aba". Vil horfa á Línu langsokk eða brúðubílinn. Söngvaborg kemur líka sterk inn. Hún situr bara grafkyrr og horfir á þessar myndir án þess næstum að hreyfa sig. Jú, tætir sófann af og til og býr sér til þrautir úr pullunum til að príla í en annars er hún alveg frosin yfir þessu.
Snjóþotan er í uppáhaldi núna eftir snjóinn um daginn og hún er á stofugólfinu til að leika sér við. Vera dettur samt meira í að leika við ólina á henni heldur en þotuna sjálfa því hún dundar sér oft ansi vel með belti og ólar, er að reyna að setja þetta saman. Mamman opnar oft beltaskúffuna þegar hún þarf að fá algjöran frið...
Alla vega, þann 25. hvers mánaðar á daman smá afmæli, í það minnsta hér á blogginu.
Vera er orðin svo stór og dugleg. Farin að apa eftir flestum orðum og nær hljóðunum vel þótt mamman og pabbinn séu þau einu sem skilja. Behpa (stelpa) og Buba (bumba) eru til dæmis ný. Svo er hún farin að hafa mikið fyrir því að reyna að segja mér frá hlutum sem hafa gerst og frá einhverju sem henni finnst merkilegt. Þá segir hún nokkur orð í röð og bendir og sýnir mér.
Vera er orðin vídeósjúklingur. Kemur heim og bendir á sjónvarpið og segir "aba". Vil horfa á Línu langsokk eða brúðubílinn. Söngvaborg kemur líka sterk inn. Hún situr bara grafkyrr og horfir á þessar myndir án þess næstum að hreyfa sig. Jú, tætir sófann af og til og býr sér til þrautir úr pullunum til að príla í en annars er hún alveg frosin yfir þessu.
Snjóþotan er í uppáhaldi núna eftir snjóinn um daginn og hún er á stofugólfinu til að leika sér við. Vera dettur samt meira í að leika við ólina á henni heldur en þotuna sjálfa því hún dundar sér oft ansi vel með belti og ólar, er að reyna að setja þetta saman. Mamman opnar oft beltaskúffuna þegar hún þarf að fá algjöran frið...
Comments:
Skrifa ummæli