sunnudagur, mars 12, 2006
Tjútt
Helgin var svaka fín.
Ég skálaði lítið eitt á föstudagskvöldið þar sem ein vinkona í vinnunni var að hætta (reyndar finnst mér að einhver ætti að nefna kokteil eftir mér fyrir frammistöðuna...), hituðum okkur upp á undan skrallinu með því að fara í fimleika þar sem ég hoppaði margfalda hæð mína á trampólíni, fékk fullt af heimsóknum, klippti eitt stykki myndband sem skemmtiatriði á árshátíðinni í Köben sem nálgast, og fór út að leika í snjónum. Rétt náði því áður en hann hvarf aftur.
Sem sagt gott tjútt á öllum vígstöðvum.
Hér eru nokkrar Verumyndir í gamni. Og ein af djammandi mömmunni til að sýna ykkur hinum sem djammið ekki hvað það er gaman. Samt auðvitað ekki jafn gaman og að búa til snjókarl.
Á tjúttið með ykkur!
Uppgotvudum tessa lika finu brekku uti i gardi hja okkur - Veru finnst hun aedi
Ég skálaði lítið eitt á föstudagskvöldið þar sem ein vinkona í vinnunni var að hætta (reyndar finnst mér að einhver ætti að nefna kokteil eftir mér fyrir frammistöðuna...), hituðum okkur upp á undan skrallinu með því að fara í fimleika þar sem ég hoppaði margfalda hæð mína á trampólíni, fékk fullt af heimsóknum, klippti eitt stykki myndband sem skemmtiatriði á árshátíðinni í Köben sem nálgast, og fór út að leika í snjónum. Rétt náði því áður en hann hvarf aftur.
Sem sagt gott tjútt á öllum vígstöðvum.
Hér eru nokkrar Verumyndir í gamni. Og ein af djammandi mömmunni til að sýna ykkur hinum sem djammið ekki hvað það er gaman. Samt auðvitað ekki jafn gaman og að búa til snjókarl.
Á tjúttið með ykkur!
Uppgotvudum tessa lika finu brekku uti i gardi hja okkur - Veru finnst hun aedi
Comments:
Skrifa ummæli