<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, mars 30, 2006

ÚFF SJÚFF 

Nnnnneeeeeiiii, hvað er að gerast með þessa blessuðu þjóð?! Kræst.

Lopapeysuvæðingin mikla hefur náð hápunktinum! Það er byrjað að selja lopapeysur í Hagkaup of all places!!! En það voru einmitt tvær stoltar fyrirsætur íklæddar svörtum lopapeysum utan á Hagkaupsblaðinu sem kom inn um lúguna til mín í dag. Og peysan var á fimmþúsundkall stykkið. Það er hreinlega verið að gera lítið úr þjóðarstoltinu. Úff. Ég segi nú bara ekki annað en úff. Og SJÚFF líka.

Það þarf alltaf að eyðileggja allt. Reyndar veit ég ekki hver eyðilagði hvað í hverju en þetta er alveg dæmigert fyrir Ísland. Tískan bara tröllríður landanum í rassg....

Sjálf á ég nokkrar lopapeysur og er því kannski lítið skárri, en kommon. Hagkaup! Úff. Ég bað ömmu Sillu um að prjóna á mig fyrstu lopapeysuna mína rétt eftir fermingu. Ég var alltaf í henni. Notaði hana sérstaklega mikið á MH tímabilinu forðum daga. Það var svona semi-kúl þá að vera í lopapeysu, hippafílingurinn í hámarki in the nineties, en ekki nærri því allir áttu samt slíka flík.

Núna er þetta hryllilegt. AAAAAllir í lopapeysum. Og það alveg eins lopapeysum, helst svörtum. Það er jú ekkert nýtt að allir séu eins á Íslandi, þannig er þetta greinilega bara í svona litlu svakameðvituðu samfélagi.
Sem betur fer er nýjasta lopapeysan mín sem mamma prjónaði á mig í fyrra með túrkíslituðu munstri. Hef ekki enn séð aðra í svoleiðis. Ég kann ekki skýringu á því, ég vil tolla í tískunni en verð samt alltaf að vera smá pínu öðruvísi. Annars bara morkna ég og deeeeeeeeeeeeeeyyyyyyy...

En ég hætti aldrei að ganga í lopapeysum. Ekki heldur þegar tískubylgjan er yfirstaðin sem samkvæmt mínum spám ætti að gerast einhvern tímann með haustinu.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker