<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, maí 31, 2004


Bumbumynd úr sveitinni... Posted by Hello


Such a perfect day Posted by Hello

Perfect day 

Þá er Vigginn kominn og farinn aftur. Stoppaði stutt við í bænum eða í rúman dag. Þeir eru bara uppi í sumó að smíða núna og verða næstu vikurnar... oh, þeir eru svo duglegir þessar elskur, en um leið er ég alveg sad yfir því að hafa hann ekki hér. Það er ekki laust við að ég sé að taka eftir því að ég sé að verða viðkvæmari með hverjum deginum...! Verð á köflum alveg svakalega einmana þegar hann er ekki heima, jafnvel þótt ég sé alltaf tvö/tvær - hehe...

Dagurinn í gær var æðislegur. Skruppum upp í Eilífsdal í sumóinn hjá tengdó og áttum þar frábæran dag í veðurblíðunni. Spiluðum krikket (mæli alveg meððí - mjög skemmtilegur útileikur á 990 kall í rúmfató) og Viggi vann alltaf sem er alveg glatað, hefði getað þrykkt kylfunni í hann á tímabili ég varð svo tapsár, en hei, réð við skapið á mér sem betur fer. Ég skrepp hérna út í Hellisgerði á kvöldin á meðan hann er í burtu til að æfa mig... nei, djók. Þoli ekki hvað hann vinnur mann í öllu. Not fair. Nei, nú man ég eftir að hafa þokkalega unnið hann oft í KUBB :) En KUBB fyrir þá sem ekki vita er annar mjög skemmtilegur og áreynslulaus útileikur sem á uppruna sinn hjá sænskum víkingum í den. Stefnum að því að keppa á íslandsmótinu í KUBB í sumar (!!) Í alvöru sko!

Alla vega, við s.s. spiluðum krikket og lágum í grasinu í sólbaði. Grilluðum og höfðum það næs. Such a perfect day.

Brunuðum svo í bæinn og tókum bíó - sáum Touching the void og úff. Ég var svo stressuð í bíó að ég náði varla andanum á tímabili. Þessi mynd fékk BAFTA verðlaunin og er alveg rosaleg. Fjallar um misheppnaðan leiðangur tveggja klifurgæja á eitt rosalegt fjall í Perú. Byggir á sönnum heimildum og ég mæli með henni fyrir þá sem vilja sjá góða og áhrifaríka mynd. Og ekki er verra ef viðkomandi hefur gaman að fjallamennsku, en það er samt ekki möst. Rosaleg reynslumynd.

Svo var splæst í garðhúsgögn fyrir "garðinn" - jah, eða pallinn. Borð, 2 stóla og krúttlegan garðbekk. Ég ætla þokkalega að njóta sólar og sumars á pallinum í sumar, sérstaklega þegar ég verð komin í frí frá vinnunni, en ég stefni að því um miðjan júlí. Og það eru sko allir meira en velkomnir í kaffi á Hverfó :)

Var að lesa að Lou Reed sé á leiðinni til landsins. Er ekki bara U2 næst? Þetta tónleikaflóð hér á landinu er alveg með eindæmum. Ég verð að segja að ég er einna spenntust fyrir þessum tónleikum af öllum þeim sem hafa boðist hingað til. Gat alveg sleppt Pixies og öllu hinu krappinu en langar voðalega á kíkja á Lou Reed. Er ég gamaldags eða? Auðvitað er tímasetningin á kappanum ekki svo ýkja hentug fyrir mig, 20. ágúst. Ég verð annað hvort með pínkulítið kríli hangandi á brjóstunum á mér eða þá svoleiðist að springa úr óléttu. Lou Reed minnir mig á þegar ég var að kynnast Vigganum long time ago. Hlustaði svo mikið á hann þá. Og geri oft enn. Jú, ég held ég splæsi í miða og ef ég kemst ekki þegar upp er staðið hlýt ég að geta selt hann aftur.

Well, verð að fara að kíkja á allra síðast Survivor þáttinn í bili og sjá hver vann auka milljónina. Ég reyndar veit hver það var, Fréttablaðinu tókst að klúðra því fyrir mér. En so what. Er raunveruleikaþáttafíkill.

miðvikudagur, maí 26, 2004

Jæja, þá er Vigginn kominn úr bræðra-skemmtiferðinni frá Köben og Lundi (Sverige) og farinn aftur út á land að vinna. Það er víst allt morandi að gera í sumarbústaðarbransanum svona þegar líður á sumarið svo þeir eru bara vinnandi uppi í hinum og þessum bústaðnum, að smíða palla og laga. Já, það er nú gott að bissnessinn blómstri. En væri nú samt alveg til í að hafa hann hjá mér.

Annars er þannig séð alveg nóg um að vera hjá mér. Kóræfingar á hverju kvöldi á Sköpuninni eftir Haydn sem er engin smásmíði. En mjög gaman að syngja. Og doldið erfitt fyrir óléttar. Svo er ég að plana brúðkaupið sem ég er veislustjóri í í sumar. Að semja ræðu og svona. Reyna vera sniðug...hemm... þarf doldinn tíma í að undirbúa það!

Hvítasunnuhelgin er framundan og ætli þetta sé ekki í fyrsta sinn sem ég er ekki að fara upp á eitthvað fjall eða í útilegu. Í fyrra gengum við á Snæfellsjökul með brettin og krúsuðum niður.... oh, what a feeling! Sakna þess.

Ég sakna heilmargs sem maður má ekki eða getur ekki gert með kúluna svona út í loftið. T.d. að taka verulega á því í World Class í tímum, má ekki hoppa, púlsinn má ekki fara yfir 150 slög á mínútu, má ekki labba á fjöll, get ekki klifrað, má ekki fara í tívolí, get ekki tjúttað almennilega, má ekki drekka, má ekki borða carpaccio, má ekki borða túnfisksteik, má ekki borða gráðost, get ekki verið skvísa í flottum fötum, bara tunna í staðin...já, þetta er hard work! En eins og áður sagði þakka ég fyrir heilsuna á þessari meðgöngu sem hefur verið súper trúper.

Næsta sumar verður þvílíkt tileinkað fjallgöngum og tjútti. Krílið kemur bara með.

þriðjudagur, maí 25, 2004

Kúlufréttir 

Jæja, þá er kúlan orðin rúmlega 29 vikna, eða 6 og 1/2 mánaða gömul. Og dafnar vel svo best ég veit. Alla vega verða spriklin æ meiri og greinilegt að plássið þrengir. Reyndar segir ljósan að ég eigi fullt af plássi eftir þarna inni í mér fyrir krakkann þar sem ég er svo hávaxin. Og ég finn það líka. Það er enn ekkert farið að þrýsta á neitt þannig séð, þ.e. á lungun og ekki finn ég spörk í rifbeinin eða neitt slíkt eins og algengt er. Ekki enn. Samt verð ég að segja að þegar ég er að syngja í kórnum þá er ég nú mun andstyttri en áður. Rétt dugi tónana og þetta er bara allt mun erfiðara! Erum nú að æfa (og flytja í byrjun júní á Mývatni) þetta líka þvílíka tónverk sem tekur 2 tíma í flutningi. Og það er alveg svakalega hátt uppi fyrir sópraninn (mí) og ég er alveg að berjast við þetta blá í framan. Nei, segi svona, en þetta er alveg verulega erfitt. Maður notar náttúrulega þindina og magavöðvana (sem ég by the way veit nú ekki einu sinni hvar eru at this point) svo mikið þegar maður er að syngja og það er bara svo öðruvísi eitthvað og erfitt! En mér mun takast þetta. Fæ bara að vera á endanum með stól við hliðina á mér þegar við erum að flytja þetta á Mývatni ef það er að líða yfir mig!

Nýjasta nýtt er hiksti hjá þeim sem býr í kúlunni. Og þvílíkur hiksti oft á dag. Frekar fyndin tilfinning! Staðan á mér er samt mjög fín. Held ég hafi nú hingað til ekki getað gengið þægilegra í gegnum þessa meðgöngu. Fékk ekki ógleði og fór ekki á þreytutímabil eða neitt slíkt. Var bara í World Class og á snjóbretti fyrstu mánuðina og var lítið að pæla í þessu. Var svaka heppin með það. Og ég er enn að sprikla í World Class og það gengur vel. Er þó búin að þyngjast heilan helling... púff, fæ alltaf sjokk þegar ég stíg á vigtina í WC... sé nýjar tölur í hverri viku - og þarf alltaf að minna mig á að ég er jú ekki þarna til að létta mig heldur til að styrkja og hressast og kílóin bara fljúga í öfuga átt...! Erfitt en lógískt. Svo var verulega spes tilfinning fyrir svona um mánuði síðan þegar ég hætti að sjá beint niður á... hehemm ...gelluna á mér... sko án þess að þurfa að kíkja til hliðanna. Ég meina, maður hefur séð hana í 28 ár og svo allt í einu hverfur hún manni sjónum og það er verulega weird! Já, kúlan spratt allt í einu fram úti í USA og ég er enn að fatta það. Held bara ennþá að ég sé svaka grönn og fín með sléttan maga, því ég t.d. skellti bílhurðinni þvílíkt á magann á mér um daginn! Bara fattaði ekki hvað kúlan stóð langt út! Svo finn ég að lærin eru svona farin að snertast vel og Viggi sá undirhöku um daginn! Hei, í hvað er maður að breytast?
Jú, mömmu.
Fyndin tilhugsun :)

Ég verð samt að viðurkenna að þótt ég sé súper hress og að mínu mati í ágætis andlegu jafnvægi (grenja held ég bara mun minna á þessari óléttu en venjulega!) er ég í svolitlum „neeeeenni þessu ekki-gír“. Sérstaklega í vinnunni (hmmm... kannski ástaæðan fyrir því að ég er að skrifa þetta á vinnutíma?). Er í algjörum fyrsta gír hér sem náttlega geeengur ekki! En ég geri lítið til að reyna að breyta því. Nenni því ekki! Leyfi mér að vera súkkulaðikleina þar til ég fer í frí. Dr. Kolla vinkona sagði mér að nú fengi ég víst bara um 70% af blóðinu til heilans og því væri normal að finna fyrir svona breytingum. Það má s.s. vera latur og óduglegur. Jei! Forgangsblóðflæðið er jú í kúluna svo það er ekki furða að maður sé eitthvað skrýtinn... að fá eitthvað afgangsblóð! Hmmm..

Stefni að því að hætta um 3 vikum fyrir áætlaðan due day, eða um miðjan júlí. Þá fær maður smá tíma til að safna kröftum fyrir átökin og bara undirbúa sig í rólegheitum fyrir þessa breytingu.

En æðislegar fréttir í lokin - Embla vinkona er bomm og það er ljúf tilhugsun að geta verið samfó vinkonu sinni í þessum leik :) Jibbí.

laugardagur, maí 22, 2004

Úlfur 


Er aftur að testa Þetta nýja myndbirtingarforrit fyrir bloggið, en þetta er hann Úlfur litli sæti snúllinn hennar Elvu vinkonu.  Posted by Hello

Saumaklúbbsdjamm Gallup 

Sit hér þreytt og óléttuþunn eftir gott "djamm" í gær. Við stelpurnar í Gallup saumóinum héldum saman grillpartý og meððí fram á nótt hér á Hverfisgötunni í gærkvöldi. Og það var svona líka vel heppnað og skemmtilegt. Enda með eindæmum skemmtilegt fólk þessir Galluparar. Þetta er orðið að hefð hjá okkur stelpunum að halda svona grill, 2x á ári, í byrjun sumars og um/eftir jól. Í gær var svo sumargrillveislan, nema hvað að ég stóð úti í úlpu að grilla í grenjandi rigningu. Já, Ísland býður upp á svo marga skemmtilega óvænta atburði... En maturinn grillaðist og heppnaðist sem best verður á kosið.

Við vorum 9 stelpur úr klúbbnum, en það vantar Ellu Dóru sem spókar sig um í CA USA um þessar mundir og hana Sóleyju sem er nýbökuð flott mamma og komst ekki. Þeirra var að sjálfsögðu sárt saknað. Ég segi ekki að það hafi bætt Ellu og Sóleyjarmissinn upp en í partýið mættu 3 boðflennur sem gerðu þetta kvöld saumósins afar eftirminnilegt og skemmtilegt og krydduðu upp á kvöldið. Þrír aðaltöffararnir úr Gallup mættu í partýið og fengu að sjálfsögðu að vera með. Og það var svo skemmtilegt að fá þá og kynnast feminísku saumaklúbbshliðinni á þeim kauðum. Það var að vísu lítið bróderað og saumað þetta kvöld en því mun meira etið, drukkið og leikið sér. Strákarnir fóru svo síðastir heim, að vonum ánægðir með saumaklúbbsdjammið sitt. Ég held þeir hafi sannað sig þetta kvöld, því þeir voru í þvílíku stuði og við stelpurnar flissuðum eins og smástelpur af bröndurunum þeirra. Tíhíhí. Ég held svei mér þá bara að þeir fái kannski einhvern tímann að koma aftur ef þeir halda áfram að vera svona sætir og krúttlegir.

Ég á enn eftir að taka til. Oh það er svo leiðinlegt. Bara neeenni því ekki. En ég held að öll glösin í húsinu hafi verið notuð undir Mojito, rauðvín, bjór, breezer og ég veit ekki hvað og hvað. Og vá hvað mig langaði bara að gleyma kúlunni um stund og detta ærlega íða. En í staðinn bældi ég niður löngunina, fékk mér hálft glas af rauðvíni sem ég þefaði meira af en drakk, og fór í hlutverk dannaðrar húsmóður og þjónaði skemmtilega fullu liðinu sem best ég kunni.

Já, svona er hlutverk manns að breytast....!


Myndir á bloggið 


Er að prófa nýtt á blogginu - að setja inn myndir. Þeir voru víst að byrja að bjóða upp á þennan möguleika og um að gera að nýta sér hann. Ó, je. Hér er ég s.s. í vinnunni. Palli var að testa nýja digitalinn minn. Og svona er maður nú sætur í vinnunni!
Fleiri myndir (og ekki allar af mér...!) koma bráðlega.  Posted by Hello

miðvikudagur, maí 19, 2004

Ullarþæfing 

Hljómar kannski undarlega en er svakalega gaman. Sérstaklega fyrir föndrara eins og mig. Jah, eða listakonu. Maður getur bara bráðum farið að kalla sig listakonu sko. Ég veit alla vega hvað nánir vinir og ættingjar fá að gjöf næstu jól og afmæli...

Ég þæfði lampaskerm á námskeiðinu sem er svo sætur. Fólk mun samt ábyggilega halda að einhver lítil frænka hafi gefið mér hann, heimaföndraðan og fínan, í jólagjöf... en so what. Þetta var útskriftarstykkið mitt og verður stolt stillt upp inni í stofu.

Það er reyndar ekkert lítið búið að gera grín að okkur stelpunum hér í Gallup fyrir að vera að þæfa ull. Strákunum finnst það augljóslega eitthvað lummó. En þeir geta bara sjálfir verið lummur. Æj, greyin, fatta ekki listina.

þriðjudagur, maí 18, 2004

Harðsperrur 

He hemm. Ég er svo aldeilis ekki í því formi sem ég hélt ég væri. Úffí. Ok, fæturnir á mér eru kansnki í ágætisformi eftir allt labbið í N.Y. en OMG... fór á ullarþæfingarnámskeið í gærkvöldi og vaknaði upp í morgun með strengi í höndunum!! Jæks! Eftir að þæfa ull! Alveg er þetta skammarlegt! Reyndar tekur alveg þannig á að þæfa ullina, maður rúllar og rúllar ullinni inni í bastrúllugardínu til að hún þæfist - þetta eru jú nýjar hreyfingar og allt það...en hei, strengirnir komu mér þokkalega á óvart! Ég neita að vera þessi týpa sem fær harðsperrur í hendurnar eftir að þæfa ull. Nei, takk. Ég hef greinilega ekki haldið á nógu mörgum innkaupapokum í N.Y. til að þjálfa hendurnar...(eða hvað?!)

Svo ég tók World Class bara með trompi í hádeginu í dag. Skellti mér í tíma, bodyshape, og gerði tilraun til að sheipa á mér boddíið. Og nú er mér ennþá meira illt í höndunum! En þetta kemur. Og vá hvað það var gaman að mæta aftur í tíma í WC. Alveg æðislegt. Ég fann hvað ég hafði saknað þess. Tónlistin á fullu og allir í stuði, hoppandi og skoppandi. Ég reyndar hoppa ekki, heldur er bara róleg og finn minn viðeigandi óléttutakt. Sem er í raun hundleiðinlegt, langaði ekkert smá að bara gleyma bumbunni um stund og hoppa og skoppa líka og svitna eins og hundur eins og hinir. En það má víst ekki. Svo ég var bara róleg og tók skynsamlega á.

Fór á vigtina í WC og sjúff... það var erfitt að sjá þessa nýju hevví tölu blasa við sér! Getur þetta verið!!?? Æj, jú, ég er með barn í mallanum...Er búin að þyngjast um 7 kg. frá upphafi sem er víst bara fínt. Heiti því að þetta renni af mér eftir að barnið er komið út. World Class I love you :)

mánudagur, maí 17, 2004

Er að jafna mig... 

Ég er alveg að jafna mig eftir þetta helv... depremerandi júróvisjón kjaftæði.

Kórtónleikarnir í gær gengu alveg þokkalega. Vorum í góðum gír og flest gekk upp. Ég píndi Viggann til að mæta sem hann og gerði. Sagðist hafa haft gaman af 3 lögum af örugglega 25! Æði. En hann alla vega mætti. Sýndi lit. Þarf að fara að koma sér í sönggírinn til að geta sungið krílið í svefn þegar að því kemur. Ja, ætli hann þrói ekki bara sína aðferð kallinn. Getur eiginlega ekki sungið þótt hann þræti fyrir það. Jú, hann getur tekið ýmislegt rokkað blindfullur með græjurnar í botni en það er meira fyrir funnið en eyrun...!

Gagnrýnandi frá Mogganum mætti á tónleikana. Feitur sveittur karl sem ég veit ekki alveg hvort ég ætla að taka mark á. Hann er víst vanur að skíta yfir kórinn og kalla hann jarðafarakór og eitthvað. Sjáum til hvað hann segir...

sunnudagur, maí 16, 2004

Það er nú ekki mikið markvert að frétta úr mínu lífi svo sem þessa dagana. Bara allt eins og venjulega.

Júróvisjón er alltaf jafn mikið svekkelsi. Mér fannst Jónsi bara hreinlega ekkert spes greyið. Litlaus og í hvítum jakkafötum eins og allir hinir karlkynskeppendurnir. Var bara enginn töffari. Eins og hann getur verið mikið krútt. Þetta lag var líka alveg dautt. Ógeðslega fyndið hvað við í norður Evrópu erum að pæla eitthvað allt annað heldur en þeir í suðrinu. Þá júróvisjónlega séð sko. Bara eitthvað allt annað í gangi. Hrikaleg þessi lög sem voru í efstu sætunum, öll frá a-evrópu. Já, svona er nú menningarmunurinn. Mig langar í þessu augnabliki bara alls ekkert að ganga í Evrópubandalagið! Nei, takk. Júróvisjón er búið að skemma þá tilfinningu fyrir mig. Í bili. Þessi keppni gengur líka greinilega út á eitthvað annað heldur en lög og performans.

Þessi blessaða (D)rusla(na) sem vannn fannst mér hrikaleg. Með eitthvað lúið Brave-heart atriði. Var ekki að gera sig fyrir mig. Þá hefði homminn og hænurnar frá Grikklandi frekar átt að vinna. Nei, vá. Heldur ekki. Fannst þetta satt að segja bara allt svo lélegt að ég átti í erfiðleikum með að kjósa. Læt reyndar ekki uppi hvað ég kaus. Það voru mistök!

Annars eru kórtónleikar hjá mér í kvöld. Við erum ágætlega æfð og þetta verður gaman. Ég kann reyndar ekki nema rúmlega helminginn af lögunum... en það reddast. Missti doldið af þegar ég var í amríku. Nei, ok, kann nú aðeins meira en það. Það er reyndar alveg ótrúlegt hvað það er erfitt að syngja svona með bumbuna út í loftið. Maður er jú með magavöðvana spennta allan tímann og svo notar maður þindina... ég rétt held út tónana! Frekar erfitt. Vona að það líði bara ekki yfir mig á tónleikunum í kvöld! En hvað ég hlakka til tónleikanna. Þegar allt smellur saman og kemur rétt og fallega út (vonum það alla vega!) er kórinn bara æði. Þægilegt að vera í svona "íþrótt" (veit, veit - þetta er varla íþrótt - kannski tómstund frekar) þar sem manni kvíður ekki fyrir að fara að "keppa". Í sundinu í gamla daga þá var maður með í maganum í marga daga fyrir mót og á startpallinum tilbúin að stinga mér útí náði ég oftar en ekki andanum af stressi. Mikill munur. Þetta er svona þægilega skemmtilegt :)

Annars er ég bara að klára að mála risið hjá mér. Er bara í pásu. Átti smá skot eftir. Þetta er svona smá skot sem átti eftir að mála og ég verð að segja að það er erfiðara en ég hélt að mála þetta svona öll í krumpi og hnipri eins nett og létt á mér og ég er núna. Þetta er hörku púl mar.
Ætla svo að kaupa mold í dag til að setja í kassann í garðinu. Þangað fara svo blóm og fræ sem verða að dýrindis sallati í sumar. MMMmmmmm

þriðjudagur, maí 11, 2004

God.
Maður má bara ekki ræða af hverju maður er hrifinn eða elskar án þess að vera kölluð væmin! Ja, eða jafnvel sökuð um að vera á bleikum pillum!! Ha, ha.

Nei, það er nú ekki svo slæmt að maður sé á bleikum pillum þótt að hljómi spennandi. Er bara með barn í mallanum (what?!).

Nú er hún Sóley í Gallup búin að eiga. Átti strák laugardaginn 8. maí. Sendi mynd af honum í dag og gvuð hvað það er skrýtið til þess að hugsa að það er eitt svona stykki inni í mér. Wow. Alveg róleg. Var svo í skoðun í morgun og fattaði þá allt í einu hvað það er lítið eftir.
Verður maður einhvern tímann reddí fyrir þetta? Ekki fyrr en krakkinn er bara allt í einu kominn í fangið á manni sjúgandi á manni geirurnar. Úff.
Well. Seinni tíma mál.

mánudagur, maí 10, 2004

Ég elska 

Að elska: Unna, vera ástfanginn, þykja vænt um, hafa dálæti á.


Ég elska bleik tré
Ég elska að sjá Snæfellsjökul í góðu veðri þegar ég keyri í vinnuna á morgnanna
Ég elska lyktina af íslensku sumri
Ég elska að sjá gamalt fólk leiðast
Ég elska þegar mér er komið á óvart
Ég elska skærappelsínugult sólarlag eins og í teiknimyndum
Ég elska að búa til engil í snjónum
Ég elska regnboga
Ég elska adrenalínfílinginn þegar maður snjóbrettast
Ég elska tilfinninguna að elska

föstudagur, maí 07, 2004

06.05.´04 

Afmælisdagurinn minn í gær endaði bara á því að vera hinn allra besti dagur. Bleika fiðrildakakan kláraðist upp til agna í vinnunni og ég fékk að vita að ég yrði alveg excellent mamma í að baka kökur fyrir framtíðarbarnaafmæli (meiriháttar). Svo fékk ég 2 ammlispakka frá útlöndum, frá mömmu og Sonju. Mamma gaf mér æðislega sumarlega röndótta Esprit tösku, krúttlega bangsalyklakippu og svakalega skemmtilegt kitch hálsmen sem á hangir bleikur tásluskór (smá svona Carrie fílingur í því sko). Frá Sonju fékk ég svo baðdót en hún skipaði mér að fara í gott og langt bað eftir allt labbið í NY!

Viggi stóð sig samt auðvitað best og gaf mér pakka nr. 2 í gær (fékk sko einn úti í USA). Svaka fallegt silfurarmband. Já, úr Aurum - hvernig vissuð þið!?? Ha, ha. Elska þessa búð. Mæli með henni fyrir alla sem langar í flotta og kúl skartgripi. Karlar -þið sláið pottþétt í gegn ef þið gefið konunni úr henni. Garanterað! Svo fórum við út að borða á Lækjarbrekku sem var svo kósí. Svo þetta var ekki bara venjulegur fimmtudagur eftir allt. Þetta var ammalisdagurinn minn 06.05.04 :) Jei.

Kvöldið endaði svo reyndar á því að ég sat hágrenjandi uppi í risi með Kiss málningu lekandi um allt andlit er vinkonur mínar í Sex & the City kvöddu mig á skjánum. Oh, allt endaði svo hrikalega vel og happí. Og ég var svo hamingjusöm. Og ég var svo sorgmædd. Vildi bara ekki kveðja þær. Snööööökt. Langar í meira. Meira, meira, meira.

Nú verður maður bara að varðveita Sex fílinginn og transmitta hann í gegnum sjálfan sig og vinkonurnar í framtíðinni. Já, stefnum að því. Pant samt ekki vera Míranda þótt ég sé rauhærð og á leiðinni með barn...! Til að sannfæra mig um að ég væri enn hipp og kúl tók ég eitt gott test á netinu.

You are Carrie.  Cute, quirky and intelligent, men find it so easy to fall in love with you but things always seem to end in tears.  you're a commitment-phobe and you find it really
You are Carrie. Cute, quirky and intelligent, men
find it so easy to fall in love with you but
things always seem to end in tears. you're a
commitment-phobe and you find it really hard to
get over your exes. Your dress sense is to die
for and you blow most of your money on clothes,
shoes and cocktails. Gay men love you.


"A 'Sex and the City' quiz"
brought to you by Quizilla


Prófiði!

fimmtudagur, maí 06, 2004

Ég er miss piggy!! 

Tók test á quizilla.com um hvaða muppet ég væri - og auðvitað er ég Miss Piggy.
Beta Stefáns hér í vinnunni er húkt á þessum prófum og manaði mig í þetta!!
Ég er samt ánægð með þessa útkomu sko. Hefði bara viljað viljað vera Dýri - animal - ef einhver annar en sú sæta Miss Piggy. Bleikur er uppáhaldsliturinn minn.... :)

piggy jpeg
You are Miss Piggy.
You are talented and the center of attention. At
least you'd like to think you are. You're
really just a pig.

FAVORITE EXPRESSIONS:
"Moi", "Moi" and
"Moi!"
LAST BOOK READ:
"Women Who Run With Frogs And The Frogs Who
Better Wise Up Quick"

FAVORITE MOVIE:
"To Have and Have More"

DRESS SIZE:
If it's expensive, it fits.

BEST FEATURES:
Eyes, eyebrows, eyelashes, nose, cheeks, hair,
ears, neck, shoulders, arms, elbows, hands,
fingers, legs, knees, ankles, feet, toes and so
on and so forth.

SPECIAL ABILITIES:
Singing, Dancing, Directing, Producing, Writing,
Starring, and Being Famous.


What Muppet are you?
brought to you by Quizilla

Ammalisstelpan ég 

Hún á afmæl´í dag
Hún á afmæl´í dag
Hún á afmæl´ún Erla
Hún á afmæl´í dag.

Veiiiiiii.

Oh, það er alltaf svo gaman að eiga afmæli. Jafnvel þótt maður sé að nálgast þrítugsaldurinn eins og óð fluga. Mér finnast þessi ár ekkert mál. Gamli kallinn hann Viggi verður t.d. alltaf eldri en ég svo maður hefur alltaf smá aðlögunartíma til að venjast nýjum tölum. Mjög þægilegt.

Annars verður þessi dagur án efa bara mjög venjulegur fimmtudagur. Ekkert spes. Vinna. Heim. Ekkert planað í kvöld. Nema jú síðasti þátturinn af sexinu. Er reyndar búin að missa af 4 þáttum á meðan ég var úti en so what. Langar að sjá Carrie enda uppi happí og kúl. Er samt að vona að Vigginn nái að koma eitthvað á óvart. Hef samt engar sérstakar væntingar til þess. Hann er bara að vinna og svona. En hver veit. Er svo líka að vona að ég fái nú einn lítinn pakka eða svo í kvöld frá honum. Hann er að vísu búinn að gefa mér pakka, úti í USA, en það er svo langt síðan! Ég fékk þetta svakalega fotta úr. Er svona puma töffaraúr með svartri breiðri ól. Eigum við ekki bara að segja að við höfum valið það saman!

Þetta er líka í fyrsta sinn sem ég hreinlega man eftir að ég nenni ekki að halda upp á afmælið mitt. Hef alltaf verið með annað hvort kökuboð eða partý. Bara hreinlega neeeenni því ekki núna. Bakaði reyndar eina góða köku fyrir afmælisboð í vinnunni. Þessa líka flottu bleiku-fiðrilda-súkkulaði- nammiskreyttu-ammalisköku. Hún leit alveg scary út fyrir marga og án efa hafa sumir talið mig bilaða. En vá hvað hún var flott! Og svo smakkaðist hún bara vel í þokkabót. En það var aukaatriði.
Vakti alla vega athygli og þetta var sko ekta ekta ammaliskaka sem allar (litlar) stelpur dreymir um innst inni...:)
Ég er nebblega ennþá bara lítil stelpa þrátt fyrir árin 28...

þriðjudagur, maí 04, 2004

Jæja, þá er maður mættur back to the real world. Og það er fínt. Auðvitað væri fínt að hafa fríið lengra en Ísland er líka svo ljúft. Og Gallup. Bara gott að koma aftur í vinnuna. Eða frekar félagsskapinn í vinnunni. Svo gott og gleðilegt fólk hér. Hrós, hrós.

Ég gleymdi að segja ykkur að við fórum í bíó úti í New York. Tvisvar meira að segja. Well, það er ekki sérlega í frásögur færandi nema að ég mæli með Starsky & Hutch ef þið viljið hlæja í bíó. Mér fannst myndin ekkert smá fyndin. Gerist nítjánhundruðsjötíu og eitthvað og umhverfið og stíllinn er hillaríus. Löggur með risa talstöðvar og perm fyrir utan allt hitt er bara fyndið.
Og svo auðvitað Kill Bill II. Möst see (samt Kill Bill I á undan sko!).


This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker