<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, maí 31, 2004

Perfect day 

Þá er Vigginn kominn og farinn aftur. Stoppaði stutt við í bænum eða í rúman dag. Þeir eru bara uppi í sumó að smíða núna og verða næstu vikurnar... oh, þeir eru svo duglegir þessar elskur, en um leið er ég alveg sad yfir því að hafa hann ekki hér. Það er ekki laust við að ég sé að taka eftir því að ég sé að verða viðkvæmari með hverjum deginum...! Verð á köflum alveg svakalega einmana þegar hann er ekki heima, jafnvel þótt ég sé alltaf tvö/tvær - hehe...

Dagurinn í gær var æðislegur. Skruppum upp í Eilífsdal í sumóinn hjá tengdó og áttum þar frábæran dag í veðurblíðunni. Spiluðum krikket (mæli alveg meððí - mjög skemmtilegur útileikur á 990 kall í rúmfató) og Viggi vann alltaf sem er alveg glatað, hefði getað þrykkt kylfunni í hann á tímabili ég varð svo tapsár, en hei, réð við skapið á mér sem betur fer. Ég skrepp hérna út í Hellisgerði á kvöldin á meðan hann er í burtu til að æfa mig... nei, djók. Þoli ekki hvað hann vinnur mann í öllu. Not fair. Nei, nú man ég eftir að hafa þokkalega unnið hann oft í KUBB :) En KUBB fyrir þá sem ekki vita er annar mjög skemmtilegur og áreynslulaus útileikur sem á uppruna sinn hjá sænskum víkingum í den. Stefnum að því að keppa á íslandsmótinu í KUBB í sumar (!!) Í alvöru sko!

Alla vega, við s.s. spiluðum krikket og lágum í grasinu í sólbaði. Grilluðum og höfðum það næs. Such a perfect day.

Brunuðum svo í bæinn og tókum bíó - sáum Touching the void og úff. Ég var svo stressuð í bíó að ég náði varla andanum á tímabili. Þessi mynd fékk BAFTA verðlaunin og er alveg rosaleg. Fjallar um misheppnaðan leiðangur tveggja klifurgæja á eitt rosalegt fjall í Perú. Byggir á sönnum heimildum og ég mæli með henni fyrir þá sem vilja sjá góða og áhrifaríka mynd. Og ekki er verra ef viðkomandi hefur gaman að fjallamennsku, en það er samt ekki möst. Rosaleg reynslumynd.

Svo var splæst í garðhúsgögn fyrir "garðinn" - jah, eða pallinn. Borð, 2 stóla og krúttlegan garðbekk. Ég ætla þokkalega að njóta sólar og sumars á pallinum í sumar, sérstaklega þegar ég verð komin í frí frá vinnunni, en ég stefni að því um miðjan júlí. Og það eru sko allir meira en velkomnir í kaffi á Hverfó :)

Var að lesa að Lou Reed sé á leiðinni til landsins. Er ekki bara U2 næst? Þetta tónleikaflóð hér á landinu er alveg með eindæmum. Ég verð að segja að ég er einna spenntust fyrir þessum tónleikum af öllum þeim sem hafa boðist hingað til. Gat alveg sleppt Pixies og öllu hinu krappinu en langar voðalega á kíkja á Lou Reed. Er ég gamaldags eða? Auðvitað er tímasetningin á kappanum ekki svo ýkja hentug fyrir mig, 20. ágúst. Ég verð annað hvort með pínkulítið kríli hangandi á brjóstunum á mér eða þá svoleiðist að springa úr óléttu. Lou Reed minnir mig á þegar ég var að kynnast Vigganum long time ago. Hlustaði svo mikið á hann þá. Og geri oft enn. Jú, ég held ég splæsi í miða og ef ég kemst ekki þegar upp er staðið hlýt ég að geta selt hann aftur.

Well, verð að fara að kíkja á allra síðast Survivor þáttinn í bili og sjá hver vann auka milljónina. Ég reyndar veit hver það var, Fréttablaðinu tókst að klúðra því fyrir mér. En so what. Er raunveruleikaþáttafíkill.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker