<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, maí 26, 2004

Jæja, þá er Vigginn kominn úr bræðra-skemmtiferðinni frá Köben og Lundi (Sverige) og farinn aftur út á land að vinna. Það er víst allt morandi að gera í sumarbústaðarbransanum svona þegar líður á sumarið svo þeir eru bara vinnandi uppi í hinum og þessum bústaðnum, að smíða palla og laga. Já, það er nú gott að bissnessinn blómstri. En væri nú samt alveg til í að hafa hann hjá mér.

Annars er þannig séð alveg nóg um að vera hjá mér. Kóræfingar á hverju kvöldi á Sköpuninni eftir Haydn sem er engin smásmíði. En mjög gaman að syngja. Og doldið erfitt fyrir óléttar. Svo er ég að plana brúðkaupið sem ég er veislustjóri í í sumar. Að semja ræðu og svona. Reyna vera sniðug...hemm... þarf doldinn tíma í að undirbúa það!

Hvítasunnuhelgin er framundan og ætli þetta sé ekki í fyrsta sinn sem ég er ekki að fara upp á eitthvað fjall eða í útilegu. Í fyrra gengum við á Snæfellsjökul með brettin og krúsuðum niður.... oh, what a feeling! Sakna þess.

Ég sakna heilmargs sem maður má ekki eða getur ekki gert með kúluna svona út í loftið. T.d. að taka verulega á því í World Class í tímum, má ekki hoppa, púlsinn má ekki fara yfir 150 slög á mínútu, má ekki labba á fjöll, get ekki klifrað, má ekki fara í tívolí, get ekki tjúttað almennilega, má ekki drekka, má ekki borða carpaccio, má ekki borða túnfisksteik, má ekki borða gráðost, get ekki verið skvísa í flottum fötum, bara tunna í staðin...já, þetta er hard work! En eins og áður sagði þakka ég fyrir heilsuna á þessari meðgöngu sem hefur verið súper trúper.

Næsta sumar verður þvílíkt tileinkað fjallgöngum og tjútti. Krílið kemur bara með.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker