<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, janúar 31, 2007

Vera í veikindafríi 

Vera er búin að vera lasin síðan á sunnudaginn, er víst með inflúensu skv. lækni sem mætti til okkar í fyrrinótt, þegar daman fékk næstum 41 stiga hita. Hún er nánast hitalaus í dag en tilkynnti mér þegar hún vaknaði að hún væri með hlaupabólu í eyranu. Nei, hlaupabóla var það víst ekki (veit ekki hvaðan hún fékk þá hugmynd því sjálf hefur hún ekki enn fengið hlaupabóluna!) en eyrnabólga með tilheyrandi gröfti og jukki sem vall úr eyranu. Svo er það ennþá ljótur hósti í ofanálag. Í veikindunum dundum við okkur við að lesa bækur og skoða myndir, ásamt því sem músin fær að horfa extra mikið á vídeó þessa dagana... á meðan mamman annað hvort bloggar eða reynir að einbeita sér að vinnunni.
Stefnum á leikskólann á morgun.


Posted by Picasa Vera smellir einum á Gabríel Snæ Emblu og Gunnarsson - Gabríel sæti vinur okkar er 2 ára síðan í desember og kíkti í heimsókn um daginn

Posted by Picasa Úlfur og Vera fluttu allt dótið úr herberginu og inn í leikhúsið frammi á gangi. Sátu svo eins og kóngur og drottining í drasli sínu, hæstánægð með árangurinn

Posted by Picasa Hér erum við úti að leika sl. helgi, í rigningunni. Þegar Vera bað Úlf um að koma með sér á hestinn sagði hann: Þetta er Kameldýr. Þá sagði Vera: Jaaaá, ok, hesturinn heitir Kameldýr... - komum!

Posted by Picasa Á leið út á róló í rigningu. Á Hjalla eru engin útileiktæki eins og rólur, römbur eða rennibrautir svo við reynum að halda okkur við í slíkum leikjum um helgar.

Posted by Picasa Í íþróttaskólanum

Posted by Picasa Sissa Auðuns og Völudóttir stóra frænka aðstoðar Veruna aðeins með því að ýta þungum bossanum upp á hestinn... mér finnst þetta ekkert smá fyndin mynd!

Posted by Picasa Vera fær hjálparhönd frá pabba við að hoppa fram af þessum himinháa palli

Posted by Picasa Úlfur töffari lætur sig gossa eins og ekkert sé

Posted by Picasa Íþróttanammiát, sem samanstendur af papríku, gúrku og vínberjum, er orðið að hefð í lok æfingar. Vera, Álfhildur litla frænka (eins árs síðan í okt) og Auðun Gauti

þriðjudagur, janúar 30, 2007

Ég vissi það alltaf... 

... ég þurfti ekkert test til að segja mér að ég er Wonder Woman.
Svo er ég líka Wonderful Woman.
Jámm.

Your results: You are Wonder Woman

You are a beautiful princesswith great strength of character!


Wonder Woman
87%The Flash
80%
Supergirl
72%
Green Lantern
70%
Robin
57%
Spider-Man
55%
Superman
45%
Hulk
45%
Catwoman
45%
Iron Man
40%
Batman
30%

Ég er ábyggilega ekki nema 30% Batman af því að mér finnst ekkert sérlega gaman að fljúga.

Prófaðu og segðu mér svo - http://www.thesuperheroquiz.com/

Útihlaupakjéllingin ég 

Útihlaup númer tvö var framkvæmt núna síðdegis í dag. Númer eitt í mörg ár var einmitt í gær og gekk ágætlega miðað við myrkur og byrjendabraginn á stíl og úti-öndun. Það er ótrúlegt hvað maður framleiðir mikið af slími í útihlaupi og daman ég hrækti bara og snýtti mér á harðahlaupum eins og vanasti maraþonhlaupari. Og ég var bara í ca. 3-4 km. Alla vega, þetta gekk betur í dag en í gær þrátt fyrir veðurbarning mikinn sem samanstóð bæði af roki og rigningu. Í gær var ég líka alveg á pjöllunni með það hvert ég var að hlaupa. Það er ekki eins og það sé ekki nóg að þurfa að einbeita sér að því að misstíga sig ekki í myrkrinu á misfellunum (hlaupabrettið er mjög slétt), berjast við það að anda í mótvindi og grenjandirigningu, að ég hafi einnig þurft að ákveða líka jafnóðum hvert skyldi hlaupa. Þá er líka svo auðvelt að hafa ástæðu til að stoppa. Stoppa til að hugsa um hvað skal gera næst. Og ég nenni ekki að hugsa þegar ég hleyp. Hægri eða vinstri? Úff þvílík ákvörðun sem þarf að taka á augnabliki. Fyrir utan það hvað ég er léleg í hægri og vinstri (já, snilligáfu fylgja víst alltaf einhverjir skrýtnir kvillar). Það á náttúrulega ekki að hleypa manneskju eins og mér, sem er með valkvíða á sæmilega háu stigi og með eindæmum áttavillt og óratvís, jafnvel í Hafnarfirði, út að hlaupa án þess að hafa hlaupahringinn vel niðurnegldan. Búið að fara yfir hann á korti í power point, keyra hann nokkrum sinnum og svona.

Því rauk ég út og beinustu leið upp á Kaplakrika í dag. Tók þar nokkra hringi með íslandsmeisturum FH á hlaupabrautinni og átti alveg roð í þá (getur verið að þeir hafi verið að skokka - hita sig upp fyrir æfingu?!). Þar til Ipodinn ákvað að frjósa, þá var komið gott, enda um hálftími liðinn á góðum hlaupum. Að ég held, en ég finn hvað mig sárvantar eitthvað mælitæki sem segir mér hvað ég er að hlaupa ógislega hratt og hvað tímanum líður. Brettið í World Class er búið að ala mig þannig upp að upplýsingarnar eru drævið mitt. Ennþá. Ipodinn fraus og þá var gamanið úti. Ég kann ekki að hlaupa án playlistans míns sem samanstendur mestmegnis af danslegum hitturum og auðvitað Justin. Stuðið spýtist um æðarnar og vélin bara hleypur. Stundum langar mig mest til að stoppa og taka nokkur dansspor en sleppi því bara af því það eru svo margir sem myndu glápa. Tek nokkur valhopp inn á milli og tek djævið út þannig, það tekur enginn eftir því.

Ég er að fíla þetta útihlaup, tíminn líður svakalega hratt á hlaupum og umhverfið er vænna fyrir bæði augu og lungu. Útiveran er líka eitthvað sem lætur manni líða hraustlega, þótt ég harðneyti að hlaupa í frosti og snjó takk fyrir.
Shit, ég er að umbreytast í svona brjóstalausa maraþonhlaupakjéllingu!
Eða sjáum hvað ég dugi.

mánudagur, janúar 29, 2007

Hjallastúlkan Vera 

Við Vera erum heima í dag þar sem daman er með snert af flensuskít, hósta og hita. Af því tilefni vorum við að skoða myndir á Hjallavefnum og af því þær eru svo sniðugar og sætar fáið þið líka að kíkja.

Í stuttu máli er ekkert dót í þeirri merkingu sem flestir leggja í það til staðar á Hjalla. Starfsfólk Hjalla trúir því staðfastlega að starf þeirra skipti miklu máli og að það eigi með vinnu sinni þátt í því að skapa betri framtíð fyrir börn þessa lands. Jafnréttisuppeldi, jákvæðni, agi, skapandi hugsun, félagsþjálfun og einstaklingsstyrking eru innviðir í námskrá Hjallastefunnar - eins og sjá má á myndunum.

Vera er svakalega ánægð á Hjalla og við foreldrarnir líka með árangur þeirra vinnu sem þar fer fram. Pæliði í því hvað það er mikilvægt hvernig leikskólarnir starfa. Börnin okkar eru þarna allan daginn 5 daga vikunnar og læra flest sem þau kunna þar... úff.

 
Stóru stúlkurnar á Litla kjarna Posted by Picasa

 
Málað á piparkökur (búið að klára seríóshálsmenið!) Posted by Picasa

 
piparkökubakstur fyrir jólin Posted by Picasa

 
Í kubbakrók Posted by Picasa

 
Seríóshálsmen föndrað af list Posted by Picasa

 
Þegar Vera sá þessa mynd sagði hún: "oooog hjóla, hjóla, hjóla og hjóla og svo allt í einu frjósa!" og fraus í flottri stellingu með annan fótinn út í loftið hehe Posted by Picasa

  Posted by Picasa

 
þrautaleikur Posted by Picasa

 
Tónlistartími Posted by Picasa

 
Listaverk úr púðum Posted by Picasa

 
aðeins búið að sulla þarna! Posted by Picasa

 
Hjallavinkonur knúsast - Sóllilja og Vera Posted by Picasa

 
Vinkonur æfa sig að klæða hvora aðra í pollagallann Posted by Picasa

 
Sullað í sullukerinu Posted by Picasa

  Posted by Picasa

sunnudagur, janúar 28, 2007

Helgarrapportið (ó)merkilega 

Helgarfrí án djamms og þynnku geta verið alveg jafn flott og helgardjömmin sjálf. Þessi helgi var svoleiðis. Hefðbundin foreldrastörf fóru fram með gleði og gaum, íþróttaskólinn án þess að vera mygluð, gefa brabra án þess að vera að drífa sig heim vegna timburmannaskjálfta, róló þar sem maður svingar sér framogtilbaka og rambar upp og niður án þess að hugsa sig um vegna hausverks og meira að segja var hrært í vöfflur án ógleði - enda fengum við fullt af sunnudagsheimsóknum í dag. Það er alltaf gaman að fá fólk í höllina, og hvað þá bjóða því upp á fjúsjonvöfflur.

Ég fann hið fullkomna borðstofuljós um helgina og það var meira að segja á útsölu og var langt frá því að vera nálægt því að kosta 80.000 kr., eins og draumaljósið mitt áður en ég sá þetta, kostaði. Þá er bara að bora gat í loftið, tengja rafmagn og hengja djásnið upp. Allir rafvirkjar sem ég þekki eru sem sagt extra velkomnir í heimsókn á næstunni - vöfflur og jafnvel eitthvað ennþá girnilegra í boði fyrir viljuga!

Annars er það helst fréttnæmt að ég skellti mér í bíó fyrr í vikunni og sá Foreldra. Hún er alveg frábær, jafnvel betri en Börn sem er líka þrusugóð. Ég mæli hiklaust með henni jafnt fyrir foreldra sem single. Myndin er mjög raunsæ og það eru ótrúlega flottir karakterar í henni. Ég segi það með stolti að ég grenjaði heilmikið oní popppokann á myndinni. Skil reyndar ekki af hverju Ingvar Sigurðsson er ekki heimsfrægur. Kannski af því hann er aumingjans Íslendingur. Hann var alveg kreisí flottur í Foreldrum.

Eins er ég, konan sem er svo allt annað en sjónvarpsvæn, búin að liggja yfir bíómyndum sem ég fékk inn á tölvuna fyrir helgina. Sá m.a. Babel sem er alveg frábær. Ég elska svona raunsæjar sögur. Er ekki mikið fyrir óraunsæ ævintýrin. Er ábyggilega ein af 10 í öllum heiminum sem t.d. fíla alls ekki Lord of The Ring. Sofnaði svo yfir Rocky Balboa í gærkvöldi...er greinilega ekki mikið fyrir boxið og lætin, en Dreamgirls lofa góðu í kvöld. Ég dýrka söngvamyndir í hvaða formi sem er, þær eru flestar alltaf svo hamingjusamar og jákvæðar. Dansandi glaðar.

Talandi um bíó og sjónvarp, þá þori ég kannski núna að segja upphátt (en samt lágt)að ég á mér leyndan draum (ok, varla leyndur lengur) sem tengist sjónvarpi. Að búa til heimildarmyndir. Alla vega heimildarmynd í eintölu. Raunsæjar mannlífsmyndir um sammannleg málefni. Þar sem mannfræðingurinn ég fæ að kafa ofan í spennandi efni, tækla menningu í sinni víðustu mynd frá spennandi sjónarhornum um viðfangsefni sem fólk getur samsamað sig við hvar sem það er í heiminum. Tja, eða verið gáttað og furðað sig á og lært eitthvað nýtt. Að hlusta á fólk og rannsaka um leið. Tengja og setja fram fyrir áhorfendur. Segja sögur. Já, ætli flestir eigi sér ekki drauma sem þennan. Drauma sem maður veit ekki einu sinni hvar maður ætti að byrja til að koma í framkvæmd. Best að setja þetta nú samt á 5 ára planið og athuga hvað gerist.

Annað markvert er kannski að eftir að hafa horft á sætu strákana OKKAR tapa fyrir Djermaní og gúffað í mig vöfflum og fleira djúsí dóti, þá skellti ég mér ÚT að hlaupa í fyrsta sinn í nokkur ár. Já, ég bjó til hlaupaplaylista á Ipodnum sem samanstóð mest af einhvers konar dans og djammlögum sem koma mér í gír, mín klæddi mig í spandexið, smellti heyrnartólunum á mig og rauk af stað. Ég fékk hlaupasting strax á fyrstu metrunum, illt í hálsinn vegna kuldans (það er sko kalt miðað við í World Class!) og fann strax að gangstéttin ætlaði ekki að hjálpa mér snefil eins og brettið gerir. EN ég lét það ekki á mig fá og naut þess að hlaupa bara eitthvert út í buskann í myrkrinu og rigningunni. Þetta er það sem koma skal, alla vega 1 x í viku. Þetta er ekta, world class er bara gervi muniði.

Annars hef ég verið að hugsa aðeins um þetta blogg og það að blogga yfir höfuð. Þegar pabbi minn hringi í mig um daginn og minntist á að hann hefði lesið hitt og þetta á blogginu. Og að um daginn hefði ég ekki skrifað í nokkra daga og hann hafi nánast orðið viðþolslaus vegna þess.

Ég hef gaman af því að skrifa. Af því að tjá mig, segja sögur og monta mig af afrekum og Verunni. En stundum hugsa ég um það hvað það er skrýtið að allir fái að vita svona mikið um mig af þessari síðu og ég ekki neitt um alla. Því ég er drulluforvitin! En valið er jú mitt og ég ætla að halda eitthvað áfram. Þið þurfið bara að vera duglegri að hringja í mig (feimnir eins og ég mega senda meil - skrifuð orð eru oft einfaldari en töluð!) og segja mér fréttirnar ykkar hvort sem þær séu ómerkilegt helgarrapport sem snýst um draumaborðstofuljósið eða hvaða gæi í íslenska landsliðinu er sætastur (Róbert eða Markús?).

fimmtudagur, janúar 25, 2007

Einn lítill api... 

...sat uppi í tré...

Vera tveggja og hálfs! 

  Posted by Picasa

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker