miðvikudagur, janúar 31, 2007
Vera í veikindafríi
Vera er búin að vera lasin síðan á sunnudaginn, er víst með inflúensu skv. lækni sem mætti til okkar í fyrrinótt, þegar daman fékk næstum 41 stiga hita. Hún er nánast hitalaus í dag en tilkynnti mér þegar hún vaknaði að hún væri með hlaupabólu í eyranu. Nei, hlaupabóla var það víst ekki (veit ekki hvaðan hún fékk þá hugmynd því sjálf hefur hún ekki enn fengið hlaupabóluna!) en eyrnabólga með tilheyrandi gröfti og jukki sem vall úr eyranu. Svo er það ennþá ljótur hósti í ofanálag. Í veikindunum dundum við okkur við að lesa bækur og skoða myndir, ásamt því sem músin fær að horfa extra mikið á vídeó þessa dagana... á meðan mamman annað hvort bloggar eða reynir að einbeita sér að vinnunni.
Stefnum á leikskólann á morgun.
Stefnum á leikskólann á morgun.
Vera smellir einum á Gabríel Snæ Emblu og Gunnarsson - Gabríel sæti vinur okkar er 2 ára síðan í desember og kíkti í heimsókn um daginn
Comments:
Skrifa ummæli