<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, janúar 29, 2007

Hjallastúlkan Vera 

Við Vera erum heima í dag þar sem daman er með snert af flensuskít, hósta og hita. Af því tilefni vorum við að skoða myndir á Hjallavefnum og af því þær eru svo sniðugar og sætar fáið þið líka að kíkja.

Í stuttu máli er ekkert dót í þeirri merkingu sem flestir leggja í það til staðar á Hjalla. Starfsfólk Hjalla trúir því staðfastlega að starf þeirra skipti miklu máli og að það eigi með vinnu sinni þátt í því að skapa betri framtíð fyrir börn þessa lands. Jafnréttisuppeldi, jákvæðni, agi, skapandi hugsun, félagsþjálfun og einstaklingsstyrking eru innviðir í námskrá Hjallastefunnar - eins og sjá má á myndunum.

Vera er svakalega ánægð á Hjalla og við foreldrarnir líka með árangur þeirra vinnu sem þar fer fram. Pæliði í því hvað það er mikilvægt hvernig leikskólarnir starfa. Börnin okkar eru þarna allan daginn 5 daga vikunnar og læra flest sem þau kunna þar... úff.

 
Stóru stúlkurnar á Litla kjarna Posted by Picasa

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker