<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júlí 23, 2004

Meira brúðkaup 

Þá er brúðkaupið hjá Kjartani bróður Vigga og henni Svövu næst á dagskrá. Á morgun. Og það verður án efa gaman. Held þó ég eigi nú ekki eftir að tjútta ýkja mikið með heilt barn búandi framan á mér en tek samt þátt í fjörinu svo best ég get.

Barnið í kúlunni er s.s. tilbúið!. Done. Það eru komnar 38 vikur og það má s.s. alveg fara að koma. Gjörðu svo vel litla barn. My world is yours! Samt ekki fyrr en eftir helgi  takk, því ég er upptekin um helgina...!

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Bleikir loðskór í blíðunni 

Í dag mæli ég með loðstígvélum (Art.no 405).
 
Var að splæsa í eina slíka bleika að lit (hvað annað??!). Ekki veitir af í blíðunni.
Æðislegir bleikir loðskór gera gæfumuninn þegar maður passar ekki í neitt annað nema flotta skó :)

mánudagur, júlí 19, 2004

Þungaðar konur með anorexíu  

„Æ fleiri þungaðar konur og nýbakaðar mæður eru lagðar inn til meðferðar við átröskunarsjúkdómum á Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn. Yfirlæknir spítalans segir þetta verulegt áhyggjuefni og segir afleiðingarnar geta verið hræðilegar fyrir bæði móður og barn. Læknirinn segir að svo virðist sem konur sem þjáist af anorexíu og öðrum átröskunarsjúkdómum grípi nú í meira mæli en áður til þess að verða þungaðar, oft með aðstoð tæknifrjóvgunar, í þeirri von að þungun og barn geti leyst vandamál þeirra. Veruleikinn sé hins vegar allt annar og börnin endi í raun með því að verða fórnarlömb sjúkdóms mæðranna.“
 
Jahá! Ekki er það nú gott.
Þá held ég að það sé nú betra að njóta lífsins sem súkkulaðikleina á óléttunni og borða flest sem býðst, hversu fitandi eða sætt sem það er :) 


sunnudagur, júlí 18, 2004

It´s a beautiful day 

Nokkrar myndir úr brúðkaupinu hjá Gunnar og Hörpu eru hér til gamans... (er sko um leið að læra að setja inn svona link á síðu - spurning hvort það takist?)
 
Annars var dagurinn í dag alveg æðislegur. Svona eiga sumarhelgar og íslenskir frídagar að vera. Sól og hiti í Heiðmörk með vinum að kjafta og éta. Við hittum Kollu og Aron, Emblu og Gunna og Vilborgu og Rúnar sem voru að flytja aftur heim frá Hollandi í Heiðmörk upp úr hádegi og lágum þar í kósí rjóðri í góðum gír. Fórum svo heim til K+A og grilluðum og átum á okkur gat. Öll vel steikt eftir sólina og dösuð eftir að gera ekki neitt. Ahhhhh... þetta er lífið. Letilíf í íslensku ekta sumri.  Já, sumarið hér á Íslandi er búið að vera ansi næs. Gott veður og hlýtt nánst alla daga. Á meðan ég las að það sé búið að vera skítasumar nánast annars staðar í N-Evrópu. T.d. hefur sumarið í Danmörku ekki verið kaldara síðan 1924 og ekki hefur rignt meira í Stokkhólmi síðan 1924! Já, og við hér fyrir norðan njótum þess í staðinn. Loksins er komið að okkur!
 
Annars er "fríið" mitt ekki alveg hafið þar sem ég þarf víst að vera í vinnunni eitthvað í næstu viku. Er greinilega allt í einu ómissandi á svæðinu. Frekar fáránlegt. En eftir þessa (næstu) viku þá lofa ég mér að vera hætt og fara að hvíla mig og safna kröftum fyrir fæðinguna og hið nýja líf sem bíður okkar. 
 
Verð annars að segja ykkur að við fórum á Shrek á föstudagskvöldið og ég mæli með henni. Hún er svo æðisleg. Sæt og hlægileg. Fyndið hvernig þeir í Hollywood gera grín að sjálfum sér - þ.e. Hollywood lífinu. Yndisleg mynd með sætum boðskap sem er drepfyndin um leið. Skellið ykkur á Shrek ef þið viljið hlæja og sjá öðruvísi mynd. Þessi er alveg jafn góð ef ekki betri og sú fyrsta.

föstudagur, júlí 16, 2004

Brúðkaupspartý 

Ok. Veit það. Hef verið löt að blogga undanfarið. Þetta eru hormónarnir. Eigum við ekki bara að segja það. Gott að geta kennt einhverju um. Segi svona.

Síðsta laugardag fórum við í brúðkaup til Gunnars og Hörpu og það var alveg frábært. Þetta var svona brúðkaupspartýveisla sem ég stýrði með harðri en skemmtilegri hendi. Við stelpurnar sem gæsuðum Hörpu sýndum gæsavídeó af deginum og það sló í gegn. Beta S. í vinnunni klippti það fyrir mig, en hún er algjör snillingur í slíku. Vinnur undir heitinu „Kvak kvak kvikmyndir“ sem á vel við þar sem hún er í því að klippa saman gæsavídeó fyrir vinkonur sínar um allan bæ.

Annars er ekkert merkilegt að frétta. Ætli það sé ekki frekar ástæðan fyrir því að ég hef ekki nennt að blogga. Dagarnir líða svo fljótt og á morgun aftur komin helgi. Þá ætla strákarnir að steggja Kjartan bróður Vigga sem er að fara að gifta sig þar næstu helgi. Það er ok að blaðra því hér því ég veit að hann les ekki þetta blogg. Þeir ætla í fótbolta, go-kart og svoleiðis strákastöff.

Oh, hvað mig langar samt í Go-kart maður... úff. En... ég myndi nú í fyrsta lagi örugglega ekki passa í Go-kart bílinn svona á mig komin og kannski ekki svo ráðlegt að stunda glæfraakstur komin á 9. mánuð. Gleymi samt aldrei þegar ég fór í Go-kart í Belgíu sem er stærsta inni Go-kart braut í Evrópu og vann Viggann á tíma. Jess. Þarf að fara í Go-kart þegar krakkinn er kominn. Og vinna Vigga aftur. Úff, það er svo margt sem ég ætla að gera þegar maður er ekki lengur óléttur, eins og Go-kart, klifra bæði inni og í Hvalfirðinum, svitna eins og skepna í tíma í World Class og drekka slatta af rauðvíni og bjór.

Ég er farin að hlakka til að losna við kúluna og fá að sjá hvernig barnið lítur út! Hver er þetta eiginlega þarna inni í mér?

föstudagur, júlí 09, 2004

Litli frændi Freysson 

Jæja, þá er ekki nema mánuður eftir!
Furðulegt!
Ég leit í spegilinn um daginn eftir bað og sá flykki. Í nokkrar sekúndur flaug sú hugsun í gegnum hausinn á mér að ég myndi alltaf líta svona út - feit með kúluna út í loftið! Og ég var svona að sætta mig við það þegar ég mundi allt í einu að það er barn þarna inni sem fer alveg að koma út..! Já, raunveruleikinn blasir við.

Annars hef ég það svo fínt. Er reyndar ekki eins dugleg að hreyfa mig og ég vildi. Hef hreinlega engan tíma. Keyri í vinnuna og tilbaka og það er alltaf eitthvað prógramm eftir vinnu/á kvöldin sem gefur mér ekki tækifæri á að fara í göngutúra... Bara brjálað að gera í sósíallífinu svona kasólétt! Er sem betur fer bara svaka hress ennþá - ekkert þreytt þannig séð. Ætla að hætta að vinna hér á föstudaginn í næstu viku - s.s. 16. júlí og þá eru (eiga að vera) 3 vikur til stefnu. Ætla þá að vera dugleg að fara í sund og labba og jú hvíla mig.

Það er svo til allt reddí heima sem hægt er að gera reddí fyrir komu krílisins. Við erum búin að fá heilan helling af barnadóti lánað (allar mömmurnar svo fegnar að losna við allt þetta ungbarnadót - óróar og hitt og þetta) svo það er eitt herbergi í húsinu (hmmm... Tösku- og föndurherbergið mitt er að transformerast í barnaherbergi...!)undirlagt af barnadóti.

Halldóra uppáhaldsfrænka mín sem býr í Svíþjóð eignaðist lítinn strák í gær. Sem minnir mann ennþá meira á að þetta er for real! Er soldið svekkt að geta ekki kíkt út á þau, en vonandi koma þau sem fyrst heim til að sýna gripinn. Til hamingju Dódó og Freysi :)

mánudagur, júlí 05, 2004

Fótboltaskemmtun 

Fótboltaleikir eru hin besta skemmtun. Mér finnst bara svo gaman að horfa á þetta og fylgjast með sveittum mössuðum kroppum elta silfraða tuðruna. Djí hvað sumir eru sexí out there. Ljungberg og Ronaldo...æjæjæjæj... bara flottir með sín sveittu fótboltalæri. Ég skil reyndar ekkert í þessum latínó fótboltagæjum að nenna að vera með allt þetta hár flagsandi út um allt á vellinum. Með einhver píkuleg hárbönd til að halda hárinu. Veit ekki...
Og til hamingju Grikkland! Finnst frábært að fá óvænt úrslit í þennan leik. Gefur Íslandi svona smmmmá sjéns á því að verða einhvern tímann kannski mögulega góðir og frægir. Svona smá von. Það hlýtur einhvern tímann að koma að okkur.

sunnudagur, júlí 04, 2004

Gæserí 

Að gæsa verðandi brúður fyrir brúðkaup er að mér sýnist orðið að góðri hefð hér á Íslandi. Ég reyndar þekki hvorki sögu þessarar hefðar né veit hvaðan hún er komin. En hún er vinsæl hér.

Tvær síðustu helgar hafa farið í slíkt gæserí hjá mér. Laugardegirnir hafa farið í þvílíkt prógramm með gæsinni og vinkonum hennar og svo sunnudegirnir svo í að hvíla mig eftir þetta allt saman. Já, þetta tekur á! En þetta er svaka gaman. Það má allt. Og gæsin verður að hlýða. Hvað sem málið er. Það er einhvern vegin eins og gæsunin sé ákveðin liminal athöfn og tími þar sem allt er leyfilegt áður en "alvaran" tekur við. Þannig var það einmitt í gær með eina vinkonu mína. Bannað að segja nei. Og hún bara hlýddi okkur í einu og öllu. Og dagskráin í að "pína" hana og gera að fíbbli var þétt. Og þvílíkt skemmtileg. Frá morgni og fram á rauða nótt. Þessi verðandi brúður bjóst í mesta lagi við gæsa-teboði og kom þessi dagskrá henni því ansi vel á óvart. Ákveðið var að gera ekkert sem hún myndi búast við og í raun gera allt það sem hún myndi helst ekki vilja - okkur langaði að hrista upp í henni, t.d. setja hana í skærlituð föt, mála í framan, klæða í hallærisbúning og láta hana dansa og syngja...

Og það var æði. Við byrjuðum á að koma henni á óvart þegar hún var að koma úr sturtu í Hress þar sem hún er að æfa. Þar klæddum við hana upp í "Fame" jassballet búning og tók hún okkur í einkaþjálfun í tækjasalnum. Þar á eftir fór hún inn í eróbikktíma og kenndi helstu Jane Fonda múvin og taktana úr Fame. Og stelpan rúllaði þessu upp og var í þvílíku stuði. Alveg ljóst að hún var á heimavelli þarna. Eftir það var hún klædd í aðra múnderingu utan yfir jassdressið, en það var ólýsanlega ljótur grænn ógeðissamfestingur í anda Dallas. Fórum svo með hana á KFC þar sem gæsin var að vinna í milljón sumur í gamla daga. Þar var hún líka á heimavelli. Hún rifjaði upp kjúklingataktana og afgreiddi nokkra kúnna með glæsibrag. Að því loknu og eftir að hafa skálað í kampavíni á KFC (kósý...!) var haldið í tívolíið í Smáralind og var gæsin sett í öll verstu (bestu??) tækin þar sem hún ásamt okkur skemmti sér konungleg. Ég og kúlan horfðum reyndar bara á enda allt BANNAÐ núna sem er skemmtilegt...(búin að röfla nóg um það svo ég held mig á mottunni hér). Eftir tívolíið var leiðin lögð í hljóðver þar sem gæsin var látin syngja og taka upp tvö lög - með herkjum en tókst alveg bærilega! Að því loknu var farið í sund og svo út að borða og í stelpupartý þar sem djammað var fram á nótt. Svaka vel lukkað og skemmtilegt :)

Já, stórum stelpum finnst líka gaman að fíbblast!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker