<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júlí 16, 2004

Brúðkaupspartý 

Ok. Veit það. Hef verið löt að blogga undanfarið. Þetta eru hormónarnir. Eigum við ekki bara að segja það. Gott að geta kennt einhverju um. Segi svona.

Síðsta laugardag fórum við í brúðkaup til Gunnars og Hörpu og það var alveg frábært. Þetta var svona brúðkaupspartýveisla sem ég stýrði með harðri en skemmtilegri hendi. Við stelpurnar sem gæsuðum Hörpu sýndum gæsavídeó af deginum og það sló í gegn. Beta S. í vinnunni klippti það fyrir mig, en hún er algjör snillingur í slíku. Vinnur undir heitinu „Kvak kvak kvikmyndir“ sem á vel við þar sem hún er í því að klippa saman gæsavídeó fyrir vinkonur sínar um allan bæ.

Annars er ekkert merkilegt að frétta. Ætli það sé ekki frekar ástæðan fyrir því að ég hef ekki nennt að blogga. Dagarnir líða svo fljótt og á morgun aftur komin helgi. Þá ætla strákarnir að steggja Kjartan bróður Vigga sem er að fara að gifta sig þar næstu helgi. Það er ok að blaðra því hér því ég veit að hann les ekki þetta blogg. Þeir ætla í fótbolta, go-kart og svoleiðis strákastöff.

Oh, hvað mig langar samt í Go-kart maður... úff. En... ég myndi nú í fyrsta lagi örugglega ekki passa í Go-kart bílinn svona á mig komin og kannski ekki svo ráðlegt að stunda glæfraakstur komin á 9. mánuð. Gleymi samt aldrei þegar ég fór í Go-kart í Belgíu sem er stærsta inni Go-kart braut í Evrópu og vann Viggann á tíma. Jess. Þarf að fara í Go-kart þegar krakkinn er kominn. Og vinna Vigga aftur. Úff, það er svo margt sem ég ætla að gera þegar maður er ekki lengur óléttur, eins og Go-kart, klifra bæði inni og í Hvalfirðinum, svitna eins og skepna í tíma í World Class og drekka slatta af rauðvíni og bjór.

Ég er farin að hlakka til að losna við kúluna og fá að sjá hvernig barnið lítur út! Hver er þetta eiginlega þarna inni í mér?

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker