sunnudagur, október 26, 2003
Hjálparstarf
Mig hefur alltaf langað til að vinna við einhvers konar hjálparstarf. Taka þátt í því að gera heiminn að betri stað. Að hjálpa þeim sem virkilega þurfa þess. Held það sé aldrei nóg gert af því. Ég man að einu sinni in the old days fór mamma til spákonu og þá sagði spákonan að ég myndi læra eða vinna við eitthvað tengdu hjálparstarfi. Oh, hvað ég vona að hún hafi rétt fyrir sér! Mér fannst það doldið fyndið þá, en þá var ég man ég búin að ákveða að fara í lögfræði! Sjúkket að ég gerði það svo ekki. Ég fór í mannfræðina sem var svakalega gaman og gaf mér alveg fullt. En mig langar að nota þetta úti í heimi í svona alvöru hjálparstarfi. Hérna heima er bara um svo litla atvinnumöguleika að ræða. Það er annað hvort Rauði Krossinn eða bara ekki neitt!
Ég ætla reyndar að sækja um hjá Rauða Krossinum sem sendifulltrúi í janúar, en þá verða sendifulltrúastöðurnar auglýstar næst. Þá verður fólk valið til að fara á sérstakt sendifulltrúanámskeið og að lokum stendur eftir hópur fólks sem verður að vera í startholunum ef það kemur upp krísa einhvers staðar úti í heimi. Sumir fara samt aldrei neitt. Eru bara endalaust á listanum. Og mig langar það ekki! Svo spurningin er hvort maður leiti í annað erlendis. Don´t know. Atli hennar Ellu Dóru í vinnunni þekkir víst rekstrarstjóra Americares mjög vel, en það eru stór óháð hjálparsamtök úti í USA. Spurning um að hann plöggi mig inn?! Það væri auðvitað bara draumur sko. En það væri þess virði að tékka á því. Þarf að tala við Atla sem fyrst!
Ég hreinlega veit ekki af hverju þetta kallar svona í mig. Líklega einhver ævintýramennska. Ég man þegar við vorum að ferðast á Indlandi, þegar við fórum á munaðarleysingjaheimili ABC hjálparstarfs í heimsókn, þá langaði mig bara að vera með og taka þátt. Gvuð, krakkarnir þar voru líka svo hriiikalega sætir.
Svo er það alltaf þessi spurning - það er ekkert hrikalega praktískt að fara út í heim og vinna fyrir lítinn eða engan pening, húsið og pakkinn borgar sig víst ekki sjálfur. Og hvað ætti Vigginn svo sem að gera? Alls staðar fyrirstöður. En if you want it þá er bara að blása á það allt í bili.
Já, mann langar svo margt!
Ég ætla reyndar að sækja um hjá Rauða Krossinum sem sendifulltrúi í janúar, en þá verða sendifulltrúastöðurnar auglýstar næst. Þá verður fólk valið til að fara á sérstakt sendifulltrúanámskeið og að lokum stendur eftir hópur fólks sem verður að vera í startholunum ef það kemur upp krísa einhvers staðar úti í heimi. Sumir fara samt aldrei neitt. Eru bara endalaust á listanum. Og mig langar það ekki! Svo spurningin er hvort maður leiti í annað erlendis. Don´t know. Atli hennar Ellu Dóru í vinnunni þekkir víst rekstrarstjóra Americares mjög vel, en það eru stór óháð hjálparsamtök úti í USA. Spurning um að hann plöggi mig inn?! Það væri auðvitað bara draumur sko. En það væri þess virði að tékka á því. Þarf að tala við Atla sem fyrst!
Ég hreinlega veit ekki af hverju þetta kallar svona í mig. Líklega einhver ævintýramennska. Ég man þegar við vorum að ferðast á Indlandi, þegar við fórum á munaðarleysingjaheimili ABC hjálparstarfs í heimsókn, þá langaði mig bara að vera með og taka þátt. Gvuð, krakkarnir þar voru líka svo hriiikalega sætir.
Svo er það alltaf þessi spurning - það er ekkert hrikalega praktískt að fara út í heim og vinna fyrir lítinn eða engan pening, húsið og pakkinn borgar sig víst ekki sjálfur. Og hvað ætti Vigginn svo sem að gera? Alls staðar fyrirstöður. En if you want it þá er bara að blása á það allt í bili.
Já, mann langar svo margt!
laugardagur, október 25, 2003
Hún amma
Hún amma mín er frábær kona. Hún er mjög spes vægast sagt. Ég held að það sé hreinlega enginn eins og hún. Hún er svaka hress og voða virk kelling. Ég held ég hafi fengið eitthvað af ofvirkninni minni beint í æð frá henni. Svo ég get ekkert að þessu gert!
Amma er áttræð en er enn í fullu fjöri og svaka klár. Hún á til dæmis riiisa stóran garð sem hún sér alfarið ein um að halda í standi, þ.m.t. að klippa há tré uppi í háum stiga og hún meira að segja handsagar tré sem hún vill losna við. Svo ræktar hún rófur og rabbabara og allt þar á milli. Hún fer í sund á hverjum einasta morgni. Og alltaf í útiklefann, jafnvel í 30 stiga frosti. Maður er víst aumingi ef maður fer í inniklefann. Hún syndir 5-600 metra í hvert skipti og skilur ekkert í mér, sunddrottningunni, að synda ekki eins og amma sín til að halda sér í formi. Eftir metrana hleypur hún svo hringinn í kringum laugina á sundbolnum (það vita allir í Suðurbæjarlauginni hver amma er...). Og hún er í alvöru með stinnari læri en ég! Hún er ekki heldur einu sinni með bingó vöðva. Hún er virk í öllu því félagslífi sem hægt er að komast í tæri við á hennar aldri, t.d. hannyrðir, gönguferðir og ferðalög. Hún er eiginlega aldrei heima af því það er brjálað að gera hjá henni! Hún er í skátunum, félagsskap með gömlum Haukum, í kvenfélagi kirkjunnar og þremur sumaklúbbum. Hún er áskrifandi á flestar leiksýningar beggja leikhúsanna og í sinfóníunni.
Það nýjasta hjá ömmu er svo að hún tók það upp hjá sér að fara að læra spænsku. Og það á níræðisaldri. Hana hafði alltaf langað til þess og sló bara til. Mér finnst það alveg frábært. Er reyndar eina áttræða pían innan um unga fólkið í tómstundaskólanum en finnst það bara kúl. Maður á alltaf að gera það sem manni langar til. Líka þótt maður sé áttræður.
Ég vona að ég verði svona þyrst í lífið þegar ég verð orðin amma (og með svona stinn læri líka).
"Jafnvel þótt ég vissi að heimsendir myndi koma á morgun, myndi ég samt planta eplatrénu mínu" (einhver heimspekilegur)
Amma er áttræð en er enn í fullu fjöri og svaka klár. Hún á til dæmis riiisa stóran garð sem hún sér alfarið ein um að halda í standi, þ.m.t. að klippa há tré uppi í háum stiga og hún meira að segja handsagar tré sem hún vill losna við. Svo ræktar hún rófur og rabbabara og allt þar á milli. Hún fer í sund á hverjum einasta morgni. Og alltaf í útiklefann, jafnvel í 30 stiga frosti. Maður er víst aumingi ef maður fer í inniklefann. Hún syndir 5-600 metra í hvert skipti og skilur ekkert í mér, sunddrottningunni, að synda ekki eins og amma sín til að halda sér í formi. Eftir metrana hleypur hún svo hringinn í kringum laugina á sundbolnum (það vita allir í Suðurbæjarlauginni hver amma er...). Og hún er í alvöru með stinnari læri en ég! Hún er ekki heldur einu sinni með bingó vöðva. Hún er virk í öllu því félagslífi sem hægt er að komast í tæri við á hennar aldri, t.d. hannyrðir, gönguferðir og ferðalög. Hún er eiginlega aldrei heima af því það er brjálað að gera hjá henni! Hún er í skátunum, félagsskap með gömlum Haukum, í kvenfélagi kirkjunnar og þremur sumaklúbbum. Hún er áskrifandi á flestar leiksýningar beggja leikhúsanna og í sinfóníunni.
Það nýjasta hjá ömmu er svo að hún tók það upp hjá sér að fara að læra spænsku. Og það á níræðisaldri. Hana hafði alltaf langað til þess og sló bara til. Mér finnst það alveg frábært. Er reyndar eina áttræða pían innan um unga fólkið í tómstundaskólanum en finnst það bara kúl. Maður á alltaf að gera það sem manni langar til. Líka þótt maður sé áttræður.
Ég vona að ég verði svona þyrst í lífið þegar ég verð orðin amma (og með svona stinn læri líka).
"Jafnvel þótt ég vissi að heimsendir myndi koma á morgun, myndi ég samt planta eplatrénu mínu" (einhver heimspekilegur)
föstudagur, október 24, 2003
Test
Er að finna út úr þessu bloggi. Hef hingað til ekki talist til tölvusjénía en finnst ég alveg ógeðslega klár að geta þetta!
Jæja, taka 1...! Það er svo spurning hvort þetta takist hjá mér og líka hvort maður hafi svo yfir höfuð eitthvað að segja?!