laugardagur, október 25, 2003
Hún amma
Hún amma mín er frábær kona. Hún er mjög spes vægast sagt. Ég held að það sé hreinlega enginn eins og hún. Hún er svaka hress og voða virk kelling. Ég held ég hafi fengið eitthvað af ofvirkninni minni beint í æð frá henni. Svo ég get ekkert að þessu gert!
Amma er áttræð en er enn í fullu fjöri og svaka klár. Hún á til dæmis riiisa stóran garð sem hún sér alfarið ein um að halda í standi, þ.m.t. að klippa há tré uppi í háum stiga og hún meira að segja handsagar tré sem hún vill losna við. Svo ræktar hún rófur og rabbabara og allt þar á milli. Hún fer í sund á hverjum einasta morgni. Og alltaf í útiklefann, jafnvel í 30 stiga frosti. Maður er víst aumingi ef maður fer í inniklefann. Hún syndir 5-600 metra í hvert skipti og skilur ekkert í mér, sunddrottningunni, að synda ekki eins og amma sín til að halda sér í formi. Eftir metrana hleypur hún svo hringinn í kringum laugina á sundbolnum (það vita allir í Suðurbæjarlauginni hver amma er...). Og hún er í alvöru með stinnari læri en ég! Hún er ekki heldur einu sinni með bingó vöðva. Hún er virk í öllu því félagslífi sem hægt er að komast í tæri við á hennar aldri, t.d. hannyrðir, gönguferðir og ferðalög. Hún er eiginlega aldrei heima af því það er brjálað að gera hjá henni! Hún er í skátunum, félagsskap með gömlum Haukum, í kvenfélagi kirkjunnar og þremur sumaklúbbum. Hún er áskrifandi á flestar leiksýningar beggja leikhúsanna og í sinfóníunni.
Það nýjasta hjá ömmu er svo að hún tók það upp hjá sér að fara að læra spænsku. Og það á níræðisaldri. Hana hafði alltaf langað til þess og sló bara til. Mér finnst það alveg frábært. Er reyndar eina áttræða pían innan um unga fólkið í tómstundaskólanum en finnst það bara kúl. Maður á alltaf að gera það sem manni langar til. Líka þótt maður sé áttræður.
Ég vona að ég verði svona þyrst í lífið þegar ég verð orðin amma (og með svona stinn læri líka).
"Jafnvel þótt ég vissi að heimsendir myndi koma á morgun, myndi ég samt planta eplatrénu mínu" (einhver heimspekilegur)
Amma er áttræð en er enn í fullu fjöri og svaka klár. Hún á til dæmis riiisa stóran garð sem hún sér alfarið ein um að halda í standi, þ.m.t. að klippa há tré uppi í háum stiga og hún meira að segja handsagar tré sem hún vill losna við. Svo ræktar hún rófur og rabbabara og allt þar á milli. Hún fer í sund á hverjum einasta morgni. Og alltaf í útiklefann, jafnvel í 30 stiga frosti. Maður er víst aumingi ef maður fer í inniklefann. Hún syndir 5-600 metra í hvert skipti og skilur ekkert í mér, sunddrottningunni, að synda ekki eins og amma sín til að halda sér í formi. Eftir metrana hleypur hún svo hringinn í kringum laugina á sundbolnum (það vita allir í Suðurbæjarlauginni hver amma er...). Og hún er í alvöru með stinnari læri en ég! Hún er ekki heldur einu sinni með bingó vöðva. Hún er virk í öllu því félagslífi sem hægt er að komast í tæri við á hennar aldri, t.d. hannyrðir, gönguferðir og ferðalög. Hún er eiginlega aldrei heima af því það er brjálað að gera hjá henni! Hún er í skátunum, félagsskap með gömlum Haukum, í kvenfélagi kirkjunnar og þremur sumaklúbbum. Hún er áskrifandi á flestar leiksýningar beggja leikhúsanna og í sinfóníunni.
Það nýjasta hjá ömmu er svo að hún tók það upp hjá sér að fara að læra spænsku. Og það á níræðisaldri. Hana hafði alltaf langað til þess og sló bara til. Mér finnst það alveg frábært. Er reyndar eina áttræða pían innan um unga fólkið í tómstundaskólanum en finnst það bara kúl. Maður á alltaf að gera það sem manni langar til. Líka þótt maður sé áttræður.
Ég vona að ég verði svona þyrst í lífið þegar ég verð orðin amma (og með svona stinn læri líka).
"Jafnvel þótt ég vissi að heimsendir myndi koma á morgun, myndi ég samt planta eplatrénu mínu" (einhver heimspekilegur)
Comments:
Skrifa ummæli