föstudagur, október 19, 2007

Um lönd og strönd

Þá er fjölskyldan farin í ferðalag yfir helgina. Ætlum að keyra í 2,5 tíma og á svalandi ströndina í suðvestri San Juan del Sur. Við ætlum að freista þess að sólin síni sig og að jafnvel sjá einhverjar af þeim 60 þúsund risaskjaldbökum sem spekingar segja að ætli að koma á land um þessa helgi til að verpa. Þetta hefur víst eitthvað með árstímann og tunglstöðuna að gera. Svo ætlum við að kíkja yfir til Costa Rica. Þó ekki til að skoða í þetta sinn heldur til að endurnýja túristavisað hennar fröken Veru.

Kem vonandi heim með skjaldbökuvídeó í farteskinu.
Alla vega nokkrar freknur.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli