<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, október 17, 2007

Sexí salsa 

Ég var að koma úr latínódansinum mínum og þvílík sæla. Heitt og sveitt með tregafullri suðuramerískri danstónlist sem fjallar aðallega um amor og corazón. Maður verður svo hamingjusamur á því að dansa! Þetta er svo mikill gleðigjafi að ég er að hugsa um að skrá mig bara strax á námskeið í Kramhúsinu heima. Það hlýtur að vera einhver Carlos eða Ricardo sem er að hrista rass og brjóst þar, þótt stuðið verði kannski aldrei eins ekta og hér. Ég verð alltaf betri og betri í salsanu þótt speglarnir í salnum sýni mig nú samt frekar mikinn spýtukall miðað við mjúku níkakonurnar sem hrista allt út um allt. Ég hristi og sveifla og sný mjöðmunum í hring eftir hring eftir hring eins sexí og ég get, með stút á munninum og lostalega eggjandi líkamstjáningu...eins og kennarinn... en ég er samt eitthvað svo svakalega löng og mjó og hörð hehe og dansinn fer mér bara ekki næstum því eins vel og Níkunum. Það er einhver svakalega náttúrulegur taktur í þeim sem enginn utanaðkomandi fær út slegið. En mikið er þetta nú samt gaman! Og ég hef ekki enn rokið út úr tíma í óþolinmæðiskasti eins og ég hef nokkrum sinnum gert ehh... í djassballet og einhverjum World Class tímum. Ég er greinilega bara miklu betri latínó heldur en eightís. Og jú jú, ég er alveg smá sexí líka í salsanu. Alla vega inní mér (spegillinn segir ekki allt muniði!)

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker