<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, október 29, 2007

Lokauppgjörið 

Síðast þegar ég var með uppgjör úr söfnuninni þá var staðan sú að afgangs voru rúmar 31 þúsund krónur og Eunise vantaði framtönn. Nú er hún komin með tönnina og kostaði það 40.000 kr allur pakkinn. Eftir væmnu en áhrifaríku greinina í mogganum um Erlu perlu og þar til í gær höfðu safnast 65.000 krónur til viðbótar við það sem áður var. Samtals safnaðist því 166.000 kall frá upphafi sem er algjörlega meiriháttar mikið. Enda höfum við getað gert heilmikið og margt fyrir peninginn.


Augnaverkefnið fyrir Edine sem ég sagði ykkur frá hér fyrir neðan kostar 25.000 krónur, læknisheimsóknir (2 auka), taugatest og góð barnagleraugu. Það þýðir að það eru 31.000 krónur eftir til að gefa áður en ég held á brott.

Ég hef ákveðið að deila peningunum niður á þá sem ég hef hingað til aðstoðað - Walters, Yami, Edine og Marielu mömmu hennar og Eunise, ásamt því að gefa Ernesto garðyrkjumanni úr vinnunni og bróður Yami vænan skerf. Hann er svo yndislegur. 28 ára, á 5 börn og er með 180 dollara á mánuði. Og býr í fátækrahverfinu sem ég sýndi ykkur fyrr í mánuðinum. 31.000 kall skipt niður á upptalda aðila gera því 6100 kall á mann, eða 100 dollarar. Þau munar alveg um þennan bónus.


Þessi söfnun gekk upp. Vinir, félagar, fjölskylda og fólk sem þekkir mig ekki persónulega tók þátt og gerði góðverk með litlu efforti. Þvílíkt frábært. Samtakamátturinn já.

Og það var nú það.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker