<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, október 30, 2007

Erla perla kveður 

Ég er farin að skilja ræðurnar hans Ortega ískyggilega vel, finnst orðið ómissandi að borða gallo pinto í morgunmat um helgar, er löngu hætt að klæja undan moskítóbitunum, rata betur um Managua heldur en Reykjavík, búin að fá góða innsýn inn í þróunarbransann og öðlast ómetanlega reynslu, búin að sjá eymdina, fátæktina og óréttlætið, búin að gera mitt besta til að gefa af mér til þurfandi, búin að njóta stranda, sólar og sjós og hita og upplifa yndislega Níkaandann eins og ég get á þessum stutta tíma sem mér var gefinn hér.

En nú er kominn tími til að fara aftur heim til ÍSlands. Í annað líf.
Það hljóta að bíða mín einhver ævintýri þar. Ef ekki þá bý ég þau til.

Ég hef einnig ákveðið að kveðja bloggheiminn.
Jáb, hætta að blogga.
Hætta á toppnum sagði einhver.

Takk fyrir lesturinn allt fallega fólkið mitt þarna úti, þetta er búið að vera ógislega gaman og það hefur svo sannarlega kjaftað á mér hver tuska – í 4 ár! Og athugið, í sama gamla útlitinu þrátt fyrir pressu, geri aðrir betur! Bleikur og túrkís eru alveg í uppáhaldi hjá mér ennþá hehe.
En nóg um það, Erla perla kveður kjaftæðið.
Sátt, södd og sæl.

Og munið mottóið – Spread your wings and fly.
Það virkar.

Við sjáumst á förnum, þið lofið að heilsa!

Out elskurnar.
E

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker