<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, október 23, 2007

Björt jól með vararafstöð frá Yamaha! 

Jólin eru að koma. Það er nokkuð langt síðan jóladótið kom til sölu í búðirnar hér og út um allt hægt að kaupa gervijólatré. Mig hefur einmitt alltaf dreymt um hvítt glimmer plastgervijólatré, en það virðist mjög heitt hér. Níkar eru skilta og auglýsingaglöð þjóð og við aðalgöturnar úir og grúir allt af alls kyns auglýsingum. Jólaauglýsingarnar eru að spretta upp í formi borða sem hanga yfir göturnar, á stórum skiltum við umferðarljósin og auðvitað í blöðunum. „Gefðu elskunni þinni vararafstöð í jólagjöf“ stendur á þeim mörgum, en ætli það sé jú ekki þarfasta jólagjöfin í ár í rafmagnsleysinu. Eins auglýsa bílasölurnar grimmt að vararafstöð fylgi hverjum keyptum bíl eða mótorhjóli og heitasti happdrættisvinningurinn er einmitt... já getiði hvað - vararafstöð! Reyndar lofar stjórnin bót og betrun og bjartari tíð eftir áramótin svo það er spurning hvort það verði síðan not fyrir allar þessar flottu gjafir. Vonum ekki.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker