<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, september 21, 2007

Varúð... 

.. eðlur á veginum

...slöngur á veginum

Þetta er á leiðinni til Sébaco í gær en þangað fór ég vegna opnunar á 3. mæðrahúsinu sem ICEIDA byggði. Fyrir utan það að eiga á hættu að keyra á slöngur og eðlur á veginum (fyrir utan allar kýrnar) þá voru þessi api og páfagaukar til sölu við vegakanntinn.






Ég veit til þess að þessi dýr eru friðuð og bannað að selja þau. Ég gaf mig á tal við sölufólkið og spurði út í þetta og fékk þá það svar að það væri sko ekki bannað í Nicaragua, bara í Bandaríkjunum. Já, allt er til sölu sem mögulega er hægt að græða á. Apinn kostaði 300 dollara og páfagaukarnir 40 dollara stykkið.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker