mánudagur, september 24, 2007
Að komast leiðar sinnar
Ég keyri um á Kíu og það ætti nú að segja margt um samgöngutæki Nicaragua. Ég segi svona, Kían er drossía miðað við margt þótt hún kallist seint kúl kaggi. Hér úir og grúir af alls konar ökutækjum og markmiðið er bara eitt: Að komast frá a-b. Uppi á þaki, aftan á palli, á hestbaki, í nautakerru eða hjólataxa, þetta virkar allt og setur skemmtilegan lit á annars alveg nógu crazy umferð!
Ég tók mig til í nokkra daga og myndaði hin ýmsustu samgöngutæki út um gluggann á ferð um borgina og útkoman er algjört æði!


Myndavélin vekur hvarvetna lukku

Strætóarnir eru gamlir skólabílar frá Bandaríkjunum og setja lit á annars mjög litskrúðuga bílaflóruna



Hestvagnar eru mjög algeng sjón út um allt





Það er nóg af Lödum hér og þessar tvær eru þær flottustu sem ég hef séð hingað til, ein gömul lögguLada og svo önnur vel pimpuð upp með krómi
Um að gera að láta fara vel um sig á pallinum, til þess er hann!
Það er alls ekki svo leiðinlegt að keyra í Nicaragua enda margt merkilegt að sjá á leiðinni.
Skiljiði svo núna af hverju mig langar í pallbíl?!
Comments:
Skrifa ummæli