<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, september 28, 2007

Tranquilissimo... 


Níkar eru upp til hópa rólegheitafólk.

Hér er ekkert stress og fimm mínútur á níkatíma geta allt eins verið fimm tímar. Í umferðinni stoppa bílar hér og þar á miðri götunni til að spjalla eða bara til að klóra sér í hausnum. Einhverjir flauta jú en sýna samt skilning og bara sveigja hjá. Frasinn að drífa sig er ábyggilega ekki til hér. Það þarf mikið að ræða málin hér og fólk situr mikið úti í ruggustólunum sínum fyrir utan húsin sín og ræðir málin. Það eiga ALLIR ruggustóla. Ef eitthvað kemur upp á eins og árekstur eða annað er erfitt að afgreiða málið á no time eins og Íslendingurinn ég myndi til dæmis helst vilja gera, en mun auðveldara og níka like að ræða málið síendurtekið ofan í þaula. Sko án þess samt að komast að niðurstöðu.

Já, tjill er takturinn hér. Ég hef sem sagt lært ennþá meiri þolinmæði núna - vei vei fyrir mér. Set það á cv-ið! Nei þetta er auðvitað svakalega hollt og engin ástæða til að æsa sig what so ever. Þægilegt og næs. Ruggandi rólandi róandi rólegheit. Og svo auðvitað salsa inn á milli.

Við fjölskyldan erum komin í taktinn og höngum mikið heima eftir vinnu og skóla og þá auðvitað í hengirúminu og í hengirólunni.



þessar eru teknar af veröndinni okkar í bleika húsinu, hangandi hægindi - svona eins og það á að vera!



Vera í réttum takti
þetta krútt sáum við um daginn, algengt er að börn séu svæfð (og geymd!) í hengirúmum.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker