þriðjudagur, júlí 24, 2007
Hér á ég heima
Þá er loksins búið að tengja internetið heim, það gerðist fyrir löngu helgina. Ég er því komin í samband og hætt að stunda mollið í bili og satt best að segja ansi fegin. Það er svolítið sorglegt að hanga alein í molli öll kvöld japlandi á salati hehe. Þetta er líka nokkuð sorglegt moll, hálftómt þar sem búðirnar fara jafn óðum á hausinn og þær opna. Ríka fína fólkið, já eins og ég, kemur spariklætt og sýnir sig og leyfir börnunum að leika í peningaleiktækjum og jafnvel spilasölum sérhönnuðum fyrir börn. Trúbadorar syngja um bergmálandi ást og glæsibúðirnar eru tómar fyrir utan vopnaðan vörðinn.
Ég horfði á Sex&City áðan og So you think you can dance í gær. Og svo lauma ég Grey´s inn á milli í tölvunni þegar ég man að hlaða hana í rafmagnsskortinum. Ég leyfi mér samt ekki að svindla um of og tek reglulega eina og eina vel dubbaða mynd inn á milli fyrir utan suður amerísku sápurnar sem eru samt alveg í það dramatískasta fyrir minn smekk. Ég lagði svo loks í að prófa þvottavélina um helgina og tókst það þrátt fyrir að skilja ekki bæklinginn sem fylgdi með. Ég hafði verið að forðast þetta fornaldarlega monster síðan ég mætti á staðinn en sá svo síðan þegar ég fór að tékka á þessu að það var um fernt að velja 1) kalt/volgt 2) kalt/kalt 3) lítill þvottur 4) mikill þvottur. Og ON. Og það tókst og ég ilma nú eins og amerískt eitrað þvottaefni. Hér dugar ekkert Neutral eins og heima, hér verður að þvo (tja, eða skola eins og vélin virðist gera) með ekta eitri og slatta af því til að fá þvottinn hreinan.
Svo ég er sem sagt komin í gott samband við umheiminn og líður undursamlega með það - þrátt fyrir kjánalegan tímamismun á milli Nicaragua og Íslands. Ég mæli eindregið með því að þið sænið ykkur á msn síðla nætur bara fyrir mig. Ég heyrði í fyrsta sinn í Veru&Vigga á Skype í dag og hjartað tók kipp. Það vantar í raun bara fjölskylduna til að fullkomna dæmið. Og jú, smá rafmagn og dass af vatni á köflum, en það er ótrúlegt hvað maður aðlagast! Ég dansaði enn einn salsadansinn í myrkri áðan og svitinn er þornaður á mér núna. Rafmagnið og vatnið kemur á klukkan tíu ef allt er eins og vanalega. Ég er farin að læra á þetta. Ég stefni svo á að kaupa eitt stykki bíl og bílstól í vikunni ásamt rúmi fyrir Betu. Ég veit mér tekst það en samstarfsfélagarnir eru líka allir að vilja gerðir og stjana í kringum mig með að redda öllu sem þarf, hvort sem það er bíll eða bara græja þvottasnúrur eins og um helgina. Nei, það er ekki til þurrkgrind í Managua, búin að tékka alls staðar.
Já, ég fer að verða heimavön og ég held að þetta sé tímapunkturinn þar sem það er fyrir alvöru að verða mér ljóst að ég er hér ekki eingöngu í fríi. Hér á ég heima. Ég er farin að kaupa mér snarl af götusölufólki, vakna við fuglasöng í stað vekjaraklukku á morgnanna, farin að rata heim hvaðan sem er úr borginni og farin að geta sagt leigubílstjórum reiprennandi leiðarlýsinguna hvar ég bý, í stað þess að hafa áður þegjandi rétt þeim miða með lýsingunni, og borga þar af leiðandi helmingi minna fyrir farið.
Já, mér líkar vel hér heima.
Ég horfði á Sex&City áðan og So you think you can dance í gær. Og svo lauma ég Grey´s inn á milli í tölvunni þegar ég man að hlaða hana í rafmagnsskortinum. Ég leyfi mér samt ekki að svindla um of og tek reglulega eina og eina vel dubbaða mynd inn á milli fyrir utan suður amerísku sápurnar sem eru samt alveg í það dramatískasta fyrir minn smekk. Ég lagði svo loks í að prófa þvottavélina um helgina og tókst það þrátt fyrir að skilja ekki bæklinginn sem fylgdi með. Ég hafði verið að forðast þetta fornaldarlega monster síðan ég mætti á staðinn en sá svo síðan þegar ég fór að tékka á þessu að það var um fernt að velja 1) kalt/volgt 2) kalt/kalt 3) lítill þvottur 4) mikill þvottur. Og ON. Og það tókst og ég ilma nú eins og amerískt eitrað þvottaefni. Hér dugar ekkert Neutral eins og heima, hér verður að þvo (tja, eða skola eins og vélin virðist gera) með ekta eitri og slatta af því til að fá þvottinn hreinan.
Svo ég er sem sagt komin í gott samband við umheiminn og líður undursamlega með það - þrátt fyrir kjánalegan tímamismun á milli Nicaragua og Íslands. Ég mæli eindregið með því að þið sænið ykkur á msn síðla nætur bara fyrir mig. Ég heyrði í fyrsta sinn í Veru&Vigga á Skype í dag og hjartað tók kipp. Það vantar í raun bara fjölskylduna til að fullkomna dæmið. Og jú, smá rafmagn og dass af vatni á köflum, en það er ótrúlegt hvað maður aðlagast! Ég dansaði enn einn salsadansinn í myrkri áðan og svitinn er þornaður á mér núna. Rafmagnið og vatnið kemur á klukkan tíu ef allt er eins og vanalega. Ég er farin að læra á þetta. Ég stefni svo á að kaupa eitt stykki bíl og bílstól í vikunni ásamt rúmi fyrir Betu. Ég veit mér tekst það en samstarfsfélagarnir eru líka allir að vilja gerðir og stjana í kringum mig með að redda öllu sem þarf, hvort sem það er bíll eða bara græja þvottasnúrur eins og um helgina. Nei, það er ekki til þurrkgrind í Managua, búin að tékka alls staðar.
Já, ég fer að verða heimavön og ég held að þetta sé tímapunkturinn þar sem það er fyrir alvöru að verða mér ljóst að ég er hér ekki eingöngu í fríi. Hér á ég heima. Ég er farin að kaupa mér snarl af götusölufólki, vakna við fuglasöng í stað vekjaraklukku á morgnanna, farin að rata heim hvaðan sem er úr borginni og farin að geta sagt leigubílstjórum reiprennandi leiðarlýsinguna hvar ég bý, í stað þess að hafa áður þegjandi rétt þeim miða með lýsingunni, og borga þar af leiðandi helmingi minna fyrir farið.
Já, mér líkar vel hér heima.
Comments:
Skrifa ummæli