mánudagur, júlí 23, 2007
Hipica í Nandaime
Ég var skyndilega stödd í kúrekavestra í gær.
Ég fór á hátíð í Nandaime, um klukkutíma frá Managua, sem kallast Hipica. Það þýðir víst að fara á hestbak. Hipica er mikill gleðidagur í Nandaime þar sem Santa Ana, dýrlingur bæjarins, er hyllt. Þá fara allir kúrekar í bænum og reyndar alls staðar af landinu, í sitt allra fínasta kúrekapúss og ríða í langri skrúðgöngu um bæinn á sínum glæsifák. Sumir ríða rándýrum verðlaunahestum en aðrir fátækari á ómerkilegri grip. En það skiptir ekki máli á degi sem þessum, það eru allir kúrekar og það taka allir þátt.
Það var ótrúlega flott upplifun að vera umkringd dansandi klárum, kúrekahöttum og hafsjó af kögri, því þetta var algjörlega ekta. Kögur er kúl - og því meira því betra! Mér var milljón sinnum boðið á bak en afþakkaði pent og bar myndavélina fyrir mig sem afsökun. Þið smellið bara á myndirnar til að sjá þær stærri, þeir eru margir hverjir ansi vel múnderaðir. Langflestir eru mjög þyrstir í Romm og Wiskey í klaka á degi sem þessum og ég laumaði mér í burtu seinnipartinn áður en húllumhæið yrði einum of fyrir gervikúrekastelpuna mig.
P.s.
Ég fór vel dressuð í kúrektaþemapartý heima ekki fyrir alls löngu og þar hlógu allir að múnderingunni minni...
Ég fór á hátíð í Nandaime, um klukkutíma frá Managua, sem kallast Hipica. Það þýðir víst að fara á hestbak. Hipica er mikill gleðidagur í Nandaime þar sem Santa Ana, dýrlingur bæjarins, er hyllt. Þá fara allir kúrekar í bænum og reyndar alls staðar af landinu, í sitt allra fínasta kúrekapúss og ríða í langri skrúðgöngu um bæinn á sínum glæsifák. Sumir ríða rándýrum verðlaunahestum en aðrir fátækari á ómerkilegri grip. En það skiptir ekki máli á degi sem þessum, það eru allir kúrekar og það taka allir þátt.
Það var ótrúlega flott upplifun að vera umkringd dansandi klárum, kúrekahöttum og hafsjó af kögri, því þetta var algjörlega ekta. Kögur er kúl - og því meira því betra! Mér var milljón sinnum boðið á bak en afþakkaði pent og bar myndavélina fyrir mig sem afsökun. Þið smellið bara á myndirnar til að sjá þær stærri, þeir eru margir hverjir ansi vel múnderaðir. Langflestir eru mjög þyrstir í Romm og Wiskey í klaka á degi sem þessum og ég laumaði mér í burtu seinnipartinn áður en húllumhæið yrði einum of fyrir gervikúrekastelpuna mig.
P.s.
Ég fór vel dressuð í kúrektaþemapartý heima ekki fyrir alls löngu og þar hlógu allir að múnderingunni minni...
Comments:
Skrifa ummæli