<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, júlí 25, 2007

Þriggja ára! 



Elsku Vera mín á afmæli í dag.

Hún er orðin 3 ára litla músin. Það eru þrjú heil ár síðan ég átti dömuna næstum því í giftingu i Garðakirkju. Jiminn, það var magnað.

Ég hef svo sem ekki miklar fréttir af dömunni síðan á síðasta mánaðarafmæli nema hvað hún er alltaf dugleg og sniðug. Skýr og klár. Og hræðilega sæt - sjáiði?!
Maður er jú búinn að vera fjarri góðu gamni og ég hef einungis talað við hana þrisvar í símann. Viggi segir mér að það gangi mjög vel og hann skilji núna hvernig sé að vera einstætt foreldri. Já, það er án efa ekkert grín þótt að daman sé algjört ljós.

Hér má sjá og heyra dömuna taka lagið með stæl að vana.

Amma Gunna ætlar að hafa smá afmæli í dag miðvikudag en svo heldur pabbinn alvöru veislu á laugardaginn kemur. Það eru að sjálfsögðu allir búnir að bjóðast til að elda og baka fyrir kallinn þar sem myndarlegi helmingurinn er fjarri góðu gamni. Því miður, ég vildi að ég gæti tekið þátt. En þess í stað er búið að plana annað afmæli í Níka og með bangsímonköku og hlaupahjóli og allt - hva, ég varð að gera allt til að reyna að toppa Ísland... ussuss....

Það eru bara 9 dagar þar til ég fæ að knúsa dömuna og ég get ekki beðið.
Það er komið alveg nóg af þessu mömmufríi í bili takk fyrir. En djö erum við samt að standa okkur vel!

Til hamingju litla sæta mús.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker