mánudagur, maí 14, 2007
Vissuleg óvissa
Ég skipulagði þessa líka skemmtilegu óvissuferð á föstudagskvöldið fyrir kæra kórfélaga mína. Já, maður er víst iðulega í nefndinni og fátt kom mér því á óvart í þessari óvissuferð. En það var gaman samt sem áður og liðið ánægt með okkur. Það var svolítið trikkí dæmi að gera 20 kórfélögum á öllum aldri af hvaða stærð og gerð sem er til hæfis, og þannig að það yrði skemmtilegt. Ekki var víst að allir myndu þora, og hvað þá hreinlega passa, í kajak og var sú hugmynd strax blásin af. Hestaferð er að sama skapi yfirleitt ekki tebolli kórfólks og ekki skokkar maður svo létt með þau upp á Esju. Eða þið skiljið, tónlistarfólk er yfirleitt ekki að leggja neitt sérlega mikla áherslu á líkamlegt aksjon, en þeim mun meira á hug og hönd. Gáfur. Tónlistargáfur. Nei, ég hef aldrei lært á hljóðfæri svo ég telst seint til þessara snillinga! En þetta fólk nú alveg að skemmta sér – og þar kem ég inn í dæmið (fyrir utan það að kunna lítið eitt að raula) – þau kunna nota vel þjálfaðar hendur sínar til að lyfta glasi, svo þetta var nú ekki svo erfitt planerí.
Við byrjuðum á því að hitta Birnu Þórðar í menningarfylgd um miðborg Reykjavíkur. Miðbæjarpían í mér blómstraði og ég var að fíla göngutúrinn um leynistaði borgarinnar og heyra spúkí sögur um ýmsa staði. Gangan tók um 2 tíma og endaði á Sægreifanum þar sem við tók útilegustemmari í hliðarsal, með humarsúpu og fiskispjót á pappadiskum og tónlist úr gettóblaster. Og ég drakk bara kók. Í alvöru. Ekki það að kók sé hollt, en ég ætlaði að standa við hlaupadrykkjubindindið mitt. Ég var nú samt næstum því fallin í einni pásunni í gönguferðinni þar sem boðið var upp á dýrindis hvítvín í gömlu fallegu húsi á Skólavörðustígnum... ég tók 2 sopa... og þurfti svo að nota allt sem ég átti til að leggja glasið frá mér. Nei, ok, þetta er smá ýkt, en ég viðurkenni alveg að mig langaði í þetta góða kalda unaðslega hvítvín í góðra vina hópi. Kemur að því (tja, eða ekki ef maður ákveður að vera massahlaupari... nei, vá djók!)
Eftir Sægreifann sem var ótrúlega góður var haldið á Domo þar sem blúsarinn Dóri úr Vinum Dóra tók um klukkutíma einkatónleika fyrir okkur. Það var upplifun og ekki laust við að fulla tónlistarfólkið hafi fílað það vel. Og ég líka, edrú og allt.
Næst á dagskrá er að plana vissulega óvissuferð fyrir vinkonuhópinn og ég get ekki beðið ;)
(nono, ekki miðbæjarrölt, hestar, kajak... hehe)
Við byrjuðum á því að hitta Birnu Þórðar í menningarfylgd um miðborg Reykjavíkur. Miðbæjarpían í mér blómstraði og ég var að fíla göngutúrinn um leynistaði borgarinnar og heyra spúkí sögur um ýmsa staði. Gangan tók um 2 tíma og endaði á Sægreifanum þar sem við tók útilegustemmari í hliðarsal, með humarsúpu og fiskispjót á pappadiskum og tónlist úr gettóblaster. Og ég drakk bara kók. Í alvöru. Ekki það að kók sé hollt, en ég ætlaði að standa við hlaupadrykkjubindindið mitt. Ég var nú samt næstum því fallin í einni pásunni í gönguferðinni þar sem boðið var upp á dýrindis hvítvín í gömlu fallegu húsi á Skólavörðustígnum... ég tók 2 sopa... og þurfti svo að nota allt sem ég átti til að leggja glasið frá mér. Nei, ok, þetta er smá ýkt, en ég viðurkenni alveg að mig langaði í þetta góða kalda unaðslega hvítvín í góðra vina hópi. Kemur að því (tja, eða ekki ef maður ákveður að vera massahlaupari... nei, vá djók!)
Eftir Sægreifann sem var ótrúlega góður var haldið á Domo þar sem blúsarinn Dóri úr Vinum Dóra tók um klukkutíma einkatónleika fyrir okkur. Það var upplifun og ekki laust við að fulla tónlistarfólkið hafi fílað það vel. Og ég líka, edrú og allt.
Næst á dagskrá er að plana vissulega óvissuferð fyrir vinkonuhópinn og ég get ekki beðið ;)
(nono, ekki miðbæjarrölt, hestar, kajak... hehe)
Comments:
Skrifa ummæli