föstudagur, maí 25, 2007
VídeóVera 2,10
Vera er snúlla aldarinnar.
Molar vikunnar eru:
- Mamma við vorum að geispa í kapp! (við geispuðum á sama tíma).
- Hann Emil í Kattholti, hann er líka með typpi þegar hann syngur! (Vera var að hlusta á Emil í Kattholti - Hlustið góðu vinir...)
- Þetta gerist á bestu bæjum (þegar mamman sullaði niður).
- Þetta gerist á bestu bæjum (þegar mamman sullaði niður).
- ásamt auðvitað fullt af flottum söng.
Hún er sífellt syngjandi og orðin nokkuð fær í teikningu.
Vera sagði mér sögu af Grýlu um daginn sem þið hreinlega verðið að heyra...
Ekki má svo gleyma Veru að kalla á vorið - endirinn á þessu vídeói er VERUlega fyndið hehe.
Já, fjölhæfa Vera 2,10 ára gjöriði svo vel.
Já, Vera er ekki eingöngu 2,10 ára söngmeistari heldur er hún orðin nokkuð fær í að teikna. Svona teiknar Vera fólk í dag. Þarna hafði hún teiknað mömmu sína - og takið eftir því að ég er bæði með kinnar og eyru!
Pabbinn, með mikið skegg
Sjálfsmynd af Veru
Brosandi sól
Vera hefur mikinn áhuga á stöfunum sínum og er sífellt að reyna að skrifa nafnið sitt. Ég skrifaði nafnið hennar fyrir hana og hún reyndi að herma - ekkert smá flott! - ok, mamman aðstoðaði við errið þarna uppi, hún lagði ekki í það í þetta sinn
...en hérna gerði Vera errið alveg sjálf - þvílíkt flott!
Vera komst í glossinn hennar mömmu sinnar um daginn og makaði vel á varirnar... henni fannst það nú frekar ógeðslegt og segir nú í hvert sinn sem ég glossa mig: Þetta er fullorðins mamma...
Vera er mjög oft í hvers kyns hlutverkaleik og oft er hún Vaskur voffi í marga klukkutíma... stundum kisa og af og til ljón og mikki refur.
Comments:
Skrifa ummæli