<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, maí 23, 2007

Tökum tægerinn á þetta 

Hlaupafélagi minn og vinur kláraði maraþon í Kaupmannhöfn síðastliðna helgi.
Ég tók hálft, hann heilt. Ég í kulda og roki, hann í sól og logni. Ég með húfu og vettlinga, hann á stuttbuxum og hlýrabol - svona ekta. Hann kláraði þetta á hevví fínum tíma, 3.51 en hafði aldrei hlaupið lengra en 22 km áður. Ég stóð mig líka ágætlega. Ég óska sjálfri mér til hamingju með góða formennsku í hlaupaklúbbnum okkar, ég stýrði félaganum að sjálfsögðu til sigurs. Bannaði honum að drekka áfengi og sagði honum að borða pasta. Eins á Þórhallur þjálfari hlaupaklúbbsins eilítið í mínum árangri, en hann setti upp hlaupaleiðir og píndi mig út í hvers kyns veðri áður en sumarið kom. Hádegisskokkið er að skila sér í afbragðshlaupurum, þótt annar sé dálítið betri en hinn, en það er auðvitað ekki að marka - hann er vanur fótboltastrákur, ég er óvön sundstelpa.

Þótt margt beri á milli okkar hlaupafélaganna í árangri og vegalengd er þó tvennt sem við eigum svo sannarlega sameiginlegt með hlaupunum: Að líta lúðalega út þegar við hlaupum (en hver gerir það svo sem ekki?) - og bæði höfum við verið niðurlægð á hlaupum!

Leyfum myndunum að tala:




Hérna er kappinn á fleygiferð í Köben, að gera sitt allra besta, þegar aðeins 3 km eru eftir í mark af 42, þegar þetta líka flotta FROSTIES tígrisdýr tekur frammúr honum! Já, með rásnúmer og allt. Þetta eru náttúrulega alveg lúðaverðlaun klúbbsins í ár!
Þarna er hann, gjörsamlega grunlaus, alveg að koma í mark, kominn í sigurvímuna... þegar eitthvað tígrisdýr í djókinu brunar frammúr honum hahhahaha... ég segi það satt að þá var nú betra að fá bumbukallinn frammúr sér á síðustu kílómetrunum í hálfa á Skaganum!

Hér fyrir neðan má svo sjá mynd af lúðunni mér á harðaspretti á leiðinni yfir marklínuna í 7 km í Icelandair hlaupinu um daginn. Þarna er ég, virkilega einbeitt, voða pró, í nýja hlaupagallanum mínum, byrjandinn gjörsamlega að meika það og kafnandi (litterallí) úr ánægju að komast í mark á ágætum tíma... En svo eftir á þá sér maður litlu stelpuna á myndinni fyrir aftan mig, sem er aaalveg að ná mér, í VANS skóm og íþróttagalla úr BÓMULL sem er að sjálfsögðu bannvara hjá okkur próffunum. Með hárið flagsandi og greinilega með tyggjó!
Eigum við eitthvað að ræða það hvað þetta er niðurlægjandi hahahahahahah.... en nb. hún var samt á EFTIR mér sem betur fer.





Þessi vírdó hér var hins vegar með þeim fyrstu í mark í Icelandair hlaupinu... svo kannski dress for success mottóið mitt sé með þessum niðurlægingarmyndum runnið út í sandinn.







Já, það er nett nördí að hlaupa, en ég fíla nörda.


Spurning um að taka bara tægerinn á þetta í næsta hlaupi.


Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker