<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, maí 16, 2007

Risessa og rok í Reykjavík 

Við fórum eins og restin af Reykjavík að kíkja á Risessuna í rokinu um síðustu helgi.
Það er svo fyndið þegar eitthvað happening er í Reykjavík, hvort sem það er Risessa í hávaða roki eða þaðan af (ó)merkilegra, þá fara ALLIR, enda ekki mikið um að vera svona almennt í blessaðri stórborginni okkar.




Dagur og Guðný Eva Sóleyjarbörn voru með okkur ásamt Dagmar frænku þeirra





Þessi dagur var fínn, við Sóley vorum báðar karlmannslausar og þá fara mömmur á ról. Við hittumst fyrst hér í Hafnarfirðinum til að skella okkur á fatamarkað hjá einni hafnfirskri tízkudrottningu sem var að selja fötin sín. Sóley smellpassaði í stærðina hennar og keypti sér tvo fulla poka af megakúl fötum á engan pening, og ég rétt náði að næla mér (troða mér) í 3 júníform boli, svaka flotta, ásamt Karen Millen gulltösku (Karen Millen og Júníform sko - ég bara varð að nefna þetta laumusnobb í mér hehe). Þá fórum við inn í Reykjavík í Risessuleiðangur og öllum varð ískalt í rokinu. Rétt sáum í skessuna og krakkarnir urðu frekar skelkaðir við ófrýnilegan föður hennar og háværa tónlistina. Þá voru flestir orðnir vel pirrí og við reyndum að komast einhvers staðar inn og kaupa að borða eða ís eða bara eitthvað en það er svona í henni Reykjavík þegar eitthvað er um að vera að biðraðirnar eru endalausar og þolinmæði barnanna þvert á móti. Þá reyndum við að taka strætó neðan úr bæ og upp á Hlemm en sökum Risessunnar gekk enginn strætó í Lækjargötunni þar sem við höfðum beðið og beðið og beðið...´

Í stuttu máli var þetta svona Reykjavíkurferð þar sem allir voru þvílíkt veðurbarðir og þreyttir eftir, Risessan var sæt en ekki það merkileg og maður óskaði sér að maður hefði bara eytt meiri tíma í að kaupa flott föt. Nei, ég segi svona, en djö rokið í henni Reykjavík getur alveg gert mann geggjaðan.


Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker