þriðjudagur, maí 29, 2007
Kreisí Klaustur
Það var gott veður til að byrja með - og landslagið á Klaustri er ótrúlega flott
88
Leðjuslagur
Viggi prjónar af stað ...
Vera alsæl í rigningunni
Þá er þessi þolraun yfirstaðin! Já, það var alveg jafn mikið stress fyrir eiginkonurnar að fylgjast með körlunum keppa og að vera að keppa sjálfur! Strákarnir okkar stóðu sig fáránlega vel, en fyrir þá sem ekki þekkja gengur Trans Atlantic Off Road Challenge á Klaustri út á það að keyra sem flesta hringi í 5 klukkutíma. Unni og Viggi kepptu í tvímenningskeppni sem þýðir að þeir skiptast á að keyra 14 km hring í þessa 5 klukkutíma - streit. Við Helga vorum þessar líka flottu pitt-píur og hugsuðum vel um þá þegar þeir fengu pásur á milli hringja. Gáfum þeim vatn og nudduðum á þeim axlirnar og svona hehe. Strákarnir unnu sig úr sæti 173 í 69 og geri aðrir byrjendur betur! - hér má sjá úrslitin og millitímana - strákarnir eru no. 69 (Unnar og Guðjón - jamm, þið voruð kannski búin að gleyma því að Viggi heitir Guðjón?) og Unni bró byrjaði keppnina - hann keyrði því 6 hringi og Viggi 5.
Það voru yfir 500 manns sem kepptu í þessari crosskeppni en þetta er stærsta akstursíþróttakeppni á Íslandi fyrr og síðar en þetta var í 6. sinn sem keppnin var haldin. Það voru 221 lið sem byrjuðu í tvímenningskeppninni og markmiðið strákanna var að vera fyrir ofan miðju. En sextíuogníu er náttlega bara átstanding árangur.
Aðstæður á Klaustri voru góðar, við vorum í fellihýsi sem við fengum að láni og litlu stelpurnar léku sér á meðan fullorðna fólkið lék sér líka - bara öðruvísi. Við fengum sýnishorn af fjórum árstíðum yfir daginn. Sól og blíða var um morguninn en eftir hádegið þykknaði upp, snjóaði smá og rigndi svo heil ósköp. Rykið sem yfirgnæfði allt í upphafi hvarf skyndilega og drulla myndaðist víðsvegar í brautinni og þetta varð að allsherjar drullumallkeyrslukeppni - og keppnin náttúrulega mun erfiðari fyrir vikið. Jeminn, stressið og spennan sem maður upplifði þegar maður beið eftir köppunum koma í mark til að skiptast á var gífurlegt - myndi hann koma - datt hann - hjólið bilað...? Alltaf þegar ég sá grænan Kawa nálgast markið fékk ég nett sjokk - var það no. 88?? En allt gekk upp og þeir bræður keyrðu bæði hratt og skynsamlega. Þeir voru að vonum dauðir eftir áreynsluna og hvað þá eftir einn öl síðar um kvöldið. Og við pittpíur líka. Við UNNUM þetta - eða svo til.
Fyrir áhugasama eru hér nokkur góð myndskeið.
Nú þurfa allir sem eru fyrir aksjon að fara að prófa að keyra svona krosskagga!
Hér má sjá startið í keppninni - 221 maður sem byrjar og Unnar tók startið fyrir bræðurna - no. 173, - er þarna frekar aftarlega en vann geðveikt á eftir frábært start og góðan fyrsta hring.
Hér er vídeó af startinu úr kameru sem einn kappinn var með framan á hjálminum hjá sér - magnað að sjá þetta svona...
Hér má sjá þá bræður skiptast á eftir að hafa ekið hring - þarna er Viggi (er eins og Svarthöfði með þennan svarta hjálm og dökku gleraugu!) að koma í mark og Unni að taka við. Þetta er svona eins og boðhlaup og bandið á hendinni á þeim sem þeir eru að skiptast á er eins og keflið skiljiði...
Já, engin spurning um að taka einhvern tímann þátt í þessu - kvennakeppninni sko - þegar ég verð orðin nógu góð einn daginn.
Það voru yfir 500 manns sem kepptu í þessari crosskeppni en þetta er stærsta akstursíþróttakeppni á Íslandi fyrr og síðar en þetta var í 6. sinn sem keppnin var haldin. Það voru 221 lið sem byrjuðu í tvímenningskeppninni og markmiðið strákanna var að vera fyrir ofan miðju. En sextíuogníu er náttlega bara átstanding árangur.
Aðstæður á Klaustri voru góðar, við vorum í fellihýsi sem við fengum að láni og litlu stelpurnar léku sér á meðan fullorðna fólkið lék sér líka - bara öðruvísi. Við fengum sýnishorn af fjórum árstíðum yfir daginn. Sól og blíða var um morguninn en eftir hádegið þykknaði upp, snjóaði smá og rigndi svo heil ósköp. Rykið sem yfirgnæfði allt í upphafi hvarf skyndilega og drulla myndaðist víðsvegar í brautinni og þetta varð að allsherjar drullumallkeyrslukeppni - og keppnin náttúrulega mun erfiðari fyrir vikið. Jeminn, stressið og spennan sem maður upplifði þegar maður beið eftir köppunum koma í mark til að skiptast á var gífurlegt - myndi hann koma - datt hann - hjólið bilað...? Alltaf þegar ég sá grænan Kawa nálgast markið fékk ég nett sjokk - var það no. 88?? En allt gekk upp og þeir bræður keyrðu bæði hratt og skynsamlega. Þeir voru að vonum dauðir eftir áreynsluna og hvað þá eftir einn öl síðar um kvöldið. Og við pittpíur líka. Við UNNUM þetta - eða svo til.
Fyrir áhugasama eru hér nokkur góð myndskeið.
Nú þurfa allir sem eru fyrir aksjon að fara að prófa að keyra svona krosskagga!
Hér má sjá startið í keppninni - 221 maður sem byrjar og Unnar tók startið fyrir bræðurna - no. 173, - er þarna frekar aftarlega en vann geðveikt á eftir frábært start og góðan fyrsta hring.
Hér er vídeó af startinu úr kameru sem einn kappinn var með framan á hjálminum hjá sér - magnað að sjá þetta svona...
Hér má sjá þá bræður skiptast á eftir að hafa ekið hring - þarna er Viggi (er eins og Svarthöfði með þennan svarta hjálm og dökku gleraugu!) að koma í mark og Unni að taka við. Þetta er svona eins og boðhlaup og bandið á hendinni á þeim sem þeir eru að skiptast á er eins og keflið skiljiði...
Já, engin spurning um að taka einhvern tímann þátt í þessu - kvennakeppninni sko - þegar ég verð orðin nógu góð einn daginn.
Comments:
Skrifa ummæli