<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, maí 08, 2007

Fæturnir á mér voru einsog blý í útihlaupinu í dag. Ég þurfti að stytta leiðina um einn og hálfan km af því mér leið eins og fíl með hamagang. Hálfmaraþonið mitt á AFMÆLISDAGINN tók greinilega meira á en ég hélt. Svo er ég hreinlega ekki alveg viss um að mjaðmakúlurnar á mér hafi verði hannaðar fyrir langhlaup. En ég var nú samt á hælaháum bandaskóm í vinnunni dag, maður fórnar sko ekki tískustælunum fyrir hlaupin. ALDREI.


Svo var ég rétt í þessu að koma af æðislega skemmtilegum vortónleikum hjá Léttsveit Reykjavíkur og er í nokkuð góðum djammandi sumarfíling eftir það. Er bara að hugsa um sumarleg föt, sumarleg grill, sumarleg hlaup, sumarleg djömm, sumarlegar sundferðir, sumarlega tónlist, sumarlegan dans... en eitthvað minna um komandi kosningar. Ég kann að rífast og rökræða en hef samt eitthvað takmarkaðan áhuga á pólitík. ENNÞÁ.


Annars er ýmislegt sem fer í gegnum hausinn á þrjátíuogeinsársgellunni mér þessa dagana, þá einna helst hvað sumarið er orðið planað og bókað af hlaupum, fjallgöngum, ferðalögum, útlöndum og DJAMMI... sem betur fer, þær eru orðnar vandræðilega margar hvítvínsflöskurnar í skápnum hjá mér... Ég lofa því að drekka það næstum því allt, vel kælt í flottu glasi, með grúví tónlist í sól og grillandi sumri - eftir 19. maí. JIBBÍ.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker