<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, maí 04, 2007

Fegurðarfé 

Ég borgaði 22 úsd í tannsa í gær og 10 úsd í hár í dag.

Já, það sem maður getur keypt fyrir peningana.
Ég er svoleiðis að upplifa nýja bragðlauka hægri vinstri eftir tannviðgerðina, en ég uppgötvaði það um daginn að ég hafði ekki tuggið mat hægra megin í munninum í mörg ár vegna lélegrar fyllingar sem þar var. Svo núna tygg ég bra hægra megin og ég er gjörsamlega að öðlast nýja upplifun hér. Eigum við eitthvað að ræða það frekar hvað það er gott að tyggja hægra megin eða?? Og svo er ég orðin blonde. Eða kannski frekar svona blonde redhead. Sat í þrjá tíma á stofunni í gær og lét aflita og þvo og nudda og lita aftur og allt það. Og gekk út sumarglóandi sæt og frísk. Með algjörlega nýja upplifun og flott hár og flotta tönn. En svolítið tóma buddu. Ímyndið ykkur þær sem fara líka í vax, sprey-tan, neglur, hvíttun, litun og plokkun, nudd, nálarstungur, heilun, lýtaaðgerðir, sálfræðing... nei ok, ég er hætt.
Og sátt.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker