<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, maí 18, 2007

Þetta lítur vel út 

Sex metrar á sekúndu og hálfskýjað segir spáin. Ég fýk þá alla vega ekki langt á morgun þótt ég sé að sjálfsögðu búin að ákveða að hlaupa eins og vindurinn.

Ég er náttlega eitthvað biluð. Orðin smá hlaupbiluð. Ég er að fórna Sumarhátíð Hjalla fyrir þetta hlaup svo það er eins gott að ég klári það! Já, litla daman er búin að vera að æfa Uppi á grænum grænum himinháum hól í þó nokkurn tíma til að performa á Sumarhátíð leikskólans á morgun og ég búin að ákveða að missa af því. Afinn og amman eru búin að lofa að taka upp vídeó af atburðinum og ég er búin að hóta þeim með illu ef þeim ótæknivædda fólkinu tekst af einhverjum ástæðum ekki að ýta á REC.

Engir hælar í dag, hollusta í hádeginu og svo snemma að sofa í kvöld.
Boring - nei nei.
Eða sjáum til á hádegi á morgun...

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker