<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, maí 03, 2007

Djammhlaup... 

Ég hljóp eins og vindurinn áðan í Icelandair hlaupinu. Mér leið samt frekar eins og eldingu, hljóp eiginlega eins og ég mögulega gat! Þetta var ekkert smá gaman! Alls konar fólk á öllum aldri doing theire thing. Ég fann orkuna frá hinum streyma til mín og fann mér nokkra til að hanga í. Og ég var langt frá því að vera síðust - jibbí! Enda orðin þvílíkt vön maður, í mínu ÖÐRU alvöru hlaupi hehe. Ég fékk smá svona sigurtilfinningu þegar ég kom í mark, að sjálfsögðu búin að ná markmiðinu mínu en það var að fara 7 km undir 35 mínútum. Ok, sándar kannski lúðalegt markmið fyrir súperhlauparana en hei, muniði, ég er líka djammari. Ég tók tímann á nýja flotta frábæra hlaupaúrinu mínu sem sagði eitthvað um 34.20. Og minn annar verðlaunapeningur fyrir hlaup er í höfn, en jú, þið gátuð rétt, það fengu allir gullpening. Geggjað, meiriháttar og æðislegt, takk. Hinn verðlaunapeninginn vann ég mér inn í Víðivangshlaupi Hafnarfjarðar þegar ég var 7 ára.

Ég sé að ég þarf jafnvel að fara að ákveða hvort ég ætli að vera hlaupari eða djammari. Þetta fer víst ekkert sérlega vel saman ef maður ætlar að bæta sig og ná árangri og þannig. Og mig langar að verða betri! Ég vil alltaf sjá árangur. En samt langar mig að djamma í sumar. Ég elska að djamma! Og sumarið er tíminn.

Hmmm... ég neita að gefast upp á því að vera svona multitask gella og gera allt í einu í belg og biðu. Ég er ágæt í því sko, og nýt mín aldrei betur en þegar það er mikið að gera. Þrífst illa í ládeyðu og bý því til vind í logni. Ég veit að ég er algjör súperdjammari, það er víst löngu sannað mál, en þá er það bara hvort, og hvernig, mér tekst að bæta mig í þessum blessuðu hlaupum og verða alla vega semi-súperhlaupari.

Ég vel sem sagt bæði. Bæði er betra. Spurningin er bara hvort ég eigi að vera djammandi hlaupari eða hlaupandi djammari?

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker