<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, maí 15, 2007

Bara í ganni 

Ég þakka kærlega þær samúðarkveðjur sem bárust vegna hörmulega þvottaslyssins.
Tryggingarnar taka víst ekki á svona smotteríi en ég hef tekið ákvörðun um að láta eigi bugast þrátt fyrir mótbyr! Ég er nú þegar búin að kaupa nýjan poddara og viti menn, Bose headsettin virka þrátt fyrir þvott á 30 gráðum. Talandi um gæði. Gæðin eru kannski ekki lengur á Bose mælikvarða en duga mér samt sem áður.

Stefnan er tekin á Akranes í hálft maraþon um næstu helgi, bara í gannnnnnnnni.
Jeminn hvað þetta er spennandi...

Munu gömul hnémeiðsl gera vart við sig?
Hvernig verður bakið?
Mun vinstri mjaðmakúlan vera til friðs?
Mun ég fíla nýja vatnsbeltið mitt?
Gera nýju hlaupasokkarnir eitthvað gagn eða fæ ég blöðrur?
Verður hífandi rok eða bara rok á rokrassg... Skaganum?
Mun ég komast í mark... skríðandi, grenjandi, brosandi?
Mun ég hlaupa undir 3 tímum?
Mun ég hlaupa undir 2 tímum?
Mun Viggi hafa þolinmæði í að hlaupa samferða mér eins og hann er búinn að lofa?
Verð ég síðust eða langsíðust?
Hleyp ég á vegg?
- hvers konar vegg?

Ég er að hugsa um að tileinka mér eftirfarandi mottó hlaupara sem hljóp í 24 klst. samfleytt í síðustu viku:

SÁRSAUKI ER TÍMABUNDINN - UPPLIFUNIN EILÍF

- og þar hafiði það.

En eitt er víst að ég fæ mér alla vega kalt hvítvín á laugardagskvöldið og það verður ekki mikill sársauki sem fylgir því ahhhh...

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker