miðvikudagur, apríl 25, 2007
Vera tveggja ára og níu mánaða
Vera skvísa á mánaðarlegt afmæli í dag. Hún veit samt ekkert af því, get ekki verið að auglýsa afmæli í hverjum mánuði og svekkja hana. En daman er í fullu fjöri, á frekjuskeiðinu og samt alltaf jafn sniðug og skemmtileg- og ljúf inn við beinið, sérstaklega við dúkkurnar sínar. Hún vill endalaust vera að leika: „Hei, komum í kítluleik... fljúguleik, mömmu- og pabbaleik, púsluleik, feluleik, elta kanínuleik, elduleik...“ segir hún og finnst hún vera með hugmynd aldarinnar. Hún er svolítið fyrir aksjonið eins og kannski foreldrarnir þótt hún geti nú samt ennþá dundað sér lítið eitt í dúkkó.
Vera er orðin altalandi nánast og mjög skírmælt. Henni finnst hún svakalega sniðug þegar hún talar bulltungumál eins og litlu börnin og hvað þá syngja bull. Nýjustu frasarnir hennar og viðbrögð við ýmsum aðstæðum eru t.d. Guð minn góður, what the fuck, jesús minn, ég trúi þessu ekki, í alvöru? og andskotinn. Ah... mamman þarf að fara að vanda sig... En svo segir hún reyndar líka sæta (Hjalla?) frasa eins og: Hafðu það gott í vinnunni í dag mamma mín, ooo, elsku litla rúsínan mín (við dúkkuna sína), má bjóða þér að leika við mig mamma mín? Hér má sjá og heyra undurfagran söng Verunnar.
Tóti tölvukall
Frost er úti fuglinn minn
Vera er orðin altalandi nánast og mjög skírmælt. Henni finnst hún svakalega sniðug þegar hún talar bulltungumál eins og litlu börnin og hvað þá syngja bull. Nýjustu frasarnir hennar og viðbrögð við ýmsum aðstæðum eru t.d. Guð minn góður, what the fuck, jesús minn, ég trúi þessu ekki, í alvöru? og andskotinn. Ah... mamman þarf að fara að vanda sig... En svo segir hún reyndar líka sæta (Hjalla?) frasa eins og: Hafðu það gott í vinnunni í dag mamma mín, ooo, elsku litla rúsínan mín (við dúkkuna sína), má bjóða þér að leika við mig mamma mín? Hér má sjá og heyra undurfagran söng Verunnar.
Tóti tölvukall
Frost er úti fuglinn minn
Comments:
Skrifa ummæli