<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, apríl 19, 2007

Sumarið er tíminn 

Þessi sumardagurinn fyrsti setur vonandi tóninn fyrir það sem koma skal í sumar. Sól og næs og gaman.

Eftir að hafa djammað fram á nótt með Nýherjum, í þessu líka flottasta 15 ára afmæli sem ég hef skipulagt, var sofið út þar til daman kom úr pössun. Þá skelltum við okkur út í góða veðrið og eyddum þessum flotta degi á viðeigandi stað: Í SÓLbrekku að hjóla. Nú hefur víst bæst annað hjól í búið og þá getum við loks hjólað saman. Nema Viggi er bara aðeins lítið eitt betri en ég og ég sé hann bara þjóta fram úr mér. Um páskahelgina hafði ég lofað mér að leggja hjólið á hilluna eftir að mér gekk svo illa í leðjunni þar, en ehemm... ég er hætt við. Í bili. Ég var bara nokkuð góð í dag, komst svona í smá vitleysingsgír og þá þorir maður að gefa í yfir leðjupyttina og pollana.

Motocrossið er í raun frábær útivera, náttúrubúst, aksjon og adrenalín allt í senn en um leið svona næs og rólegt hang out í góðum félagsskap. Á meðan við hjóluðum lék Vera sér við uppáhalds eldri frænkur sínar úti í náttúrunni svo það eru allir frekar sáttir með þennan fyrsta sumardag.
Meira svona í sumar takk.



Vera með nýja buffið sitt sem hún fékk í sumargjöf. Þegar hún var búin að setja það á sig sagði hún: Ég heiti Vera Solla Stirða Línu Langsokkursdóttir


Helga Dóra, Vera og Halla Dís frænkur léku sér í sumrinu (svolítið dúðaðar samt en hei, það var nú samt 4 stiga hiti og sól)



Motocrossparið úr Grindavík, Kiddi og Eyrún frænka, og Viggi
"FOX"inn ég


Jei, bæði dekkin á lofti!


Viggi flýgur...


Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker