mánudagur, apríl 30, 2007
Lundúnarhelgi
Ég fíla London.
Ferðin var fín og frændinn líka sem þar býr.
Ég var að koma þangað í fjórða sinn en þetta var í fyrsta sinn sem mér fannst ég virkilega upplifa Lundúnarlífið að einhverju leyti. Suðupotturinn hentar mér vel, það er algjörlega nauðsynlegt að víkka aðeins út 10 km Reykjavíkurradíusinn og sjá að það eru til fleiri týpur en algjörlega íslenskar. Ég djammaði í Camden og tjillaði við Thames, en steig ekki fæti á Oxford Street. Það var komið sumar í London og ég drakk því dulítið af Mojito og öl til að svala sumarþorstanum. Svo borðaði ég m.a. nokkra ísa líka og fékk alvöru sushi á japönskum veitingastað. Gubbaði næstum því af slepjunni og komst að því að ég er búin að vera að borða ansi evrópuserað sushi hér heima. Laxahrognin og hrái karfinn voru ekki alveg að gera sig fyrir mig á þessum annars töff veitingastað. Ég pantaði mér bara hvert ruglið á fætur öðru þangað til ég gafst upp og fékk mér barbíkjúaðan kjúlla. Eins og mig langar nú til Tokyo þá held ég eftir þetta að ég gæti jafnvel dáið úr hungri þar (nei, ég borða ekki KFC eða McDonalds!). Ég fann ekkert fish&chips, kannski sem betur fer bara.
Í London komst ég m.a. að því að pæjulegir ponsjóar eru að koma aftur í tísku og ef þið vissuð það ekki nú þegar, þá eigið þið að kaupa Miami Wice sólgleraugu fyrir sumarið, ef þið viljið vera kúl. Svört eða neonlituð. Annars eyddi ég metlitlum tíma í að versla, rétt náði að kaupa sumardressin á Veru. Jú, okok, náði mér í uber sexí bikiní fyrir sundferðir sumarsins, nokkra djammandi kjóla og auðvitað pæjuponsjó Íslands, - en believe it or not, enga skó! Já, ég sagði það – met.
Ferðin var fín og frændinn líka sem þar býr.
Ég var að koma þangað í fjórða sinn en þetta var í fyrsta sinn sem mér fannst ég virkilega upplifa Lundúnarlífið að einhverju leyti. Suðupotturinn hentar mér vel, það er algjörlega nauðsynlegt að víkka aðeins út 10 km Reykjavíkurradíusinn og sjá að það eru til fleiri týpur en algjörlega íslenskar. Ég djammaði í Camden og tjillaði við Thames, en steig ekki fæti á Oxford Street. Það var komið sumar í London og ég drakk því dulítið af Mojito og öl til að svala sumarþorstanum. Svo borðaði ég m.a. nokkra ísa líka og fékk alvöru sushi á japönskum veitingastað. Gubbaði næstum því af slepjunni og komst að því að ég er búin að vera að borða ansi evrópuserað sushi hér heima. Laxahrognin og hrái karfinn voru ekki alveg að gera sig fyrir mig á þessum annars töff veitingastað. Ég pantaði mér bara hvert ruglið á fætur öðru þangað til ég gafst upp og fékk mér barbíkjúaðan kjúlla. Eins og mig langar nú til Tokyo þá held ég eftir þetta að ég gæti jafnvel dáið úr hungri þar (nei, ég borða ekki KFC eða McDonalds!). Ég fann ekkert fish&chips, kannski sem betur fer bara.
Í London komst ég m.a. að því að pæjulegir ponsjóar eru að koma aftur í tísku og ef þið vissuð það ekki nú þegar, þá eigið þið að kaupa Miami Wice sólgleraugu fyrir sumarið, ef þið viljið vera kúl. Svört eða neonlituð. Annars eyddi ég metlitlum tíma í að versla, rétt náði að kaupa sumardressin á Veru. Jú, okok, náði mér í uber sexí bikiní fyrir sundferðir sumarsins, nokkra djammandi kjóla og auðvitað pæjuponsjó Íslands, - en believe it or not, enga skó! Já, ég sagði það – met.
Ég að reyna að gæða mér á japönsku blómi
Ég reyndi að fá þessa til að performa á Lækjartorgi en tókst ekki
Fíni frændinn, Hilmar Ágúst
Teymið í Camden eftir nokkra öl
MOI, GVH, Hilmar og Kári klári frændi hans
CHEERS MATES...
Comments:
Skrifa ummæli