miðvikudagur, apríl 25, 2007
KaupHlaup
Til að gerast nú örugglega hinn fullkomni hlaupanörd fór ég í göngugreiningu í dag. Já, það er víst alveg möst. Fóturinn á mér var mældur í bak og fyrir og göngulagið grandskoðað bæði með myndum og tölvugreiningum. Niðurstaðan var að ég er með ágætis fætur (fagurfræðin sem betur fer ekki tekin með í dæmið) nema hvað að annar leggurinn á mér er styttri. Það er víst voðalega algengt en nú þegar ég er farin að hlaupa meira en áður hef ég fundið fyrir hinum ýmsu óþægindum í öðrum fætinum. Ég gekk því út frá greiningagaurnum með 5 mm hæl til að setja inn í skóinn.... og auðvitað nýja hlaupaskó! Sjúkraþjálfinn sagðist eiga þessa frábæru tailor made hlaupaskó fyrir aðeins mína fætur og þetta væri það eina sem virkaði fyrir mig, og svo voru þeir líka svo ótrúlega flottir og appelsínugulir... svo ég bara varð að kaupa þá. Plús það auðvitað að hinir mínir gömlu voru alveg að renna út á kílómetrum samkvæmt hlaupagúrúum sem ég ráðfærði mig við. Já, já, ég er án efa búin að taka 6-800 km síðan í október.
Svo nú er ekkert hægt að slaka á og spurning um að taka eitt upphitunarhálfmaraþon strax í maí. Bara tékka hvort ég eigi þetta nú þegar inni. Ef ekki mun ég að sjálfsögðu ekki segja frá því. En ef... omg hvað ég á eftir að monta mig (það er nú ekki eins og ég tali nægilega mikið um hlaupin nú þegar...)
Svo nú er ekkert hægt að slaka á og spurning um að taka eitt upphitunarhálfmaraþon strax í maí. Bara tékka hvort ég eigi þetta nú þegar inni. Ef ekki mun ég að sjálfsögðu ekki segja frá því. En ef... omg hvað ég á eftir að monta mig (það er nú ekki eins og ég tali nægilega mikið um hlaupin nú þegar...)
Comments:
Skrifa ummæli