<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, mars 14, 2007

Vera forseti 

Við fórum í foreldraviðtal á Hjalla í fyrsta sinn núna í vikunni.
Þar ræddi kennarinn hennar Veru um hvað hún væri mikill snillingur. Sagði okkur svo sem ekkert nýtt, en það var gaman að heyra frá henni hvað Vera er að standa sig vel. Hún sagðist kalla Veruna litla forsetann sinn enda gott efni í forseta hún væri svo sniðug og dugleg. Væri alltaf með allt á hreinu, ákveðin en samt mjúk, lærði lög og vísur á nóinu, góð við litlu börnin og dugleg að aðstoða kennarana. Vissi þetta svo sem líka :)

Eftir viðtalið áttaði ég mig á því (reyndar löööngu búin að átta mig á því, það bara rifjaðist mjög sterklega upp) hvað þessi leikskóli er frábær með sína einstöku aðferðafræði og hvað ég er ánægð með leikskólakennarann hennar Veru. Mig langaði bara til að detta í Hjallapakkann og segja henni hvað hún er með falleg augu, hvað mér þykir gott að sjá hana á hverjum degi. Knúsa hana fast og segja henni hvað mér finnst frábært hvað hún leggur á sig og metnaði í að ala dóttur mína upp. Að hún hafi þetta svakalega passjon fyrir því að dóttur minni líði alltaf vel og elski hana bæði þegar hún hlær og grætur.

Eftir viðtalið langaði mig bara til að gefa henni blóm, í leikhús og senda hana í nudd og spa og og og... og segja henni hvað þetta er okkur svakalega mikils virði.
Ég held ég geri það barasta og láti eins og eitt gjafabréf í Laugar fylgja með.


Ljónavinkonur

Tónlistartími með tónlistarkennaranum


Dansað á sparifatadegi

Táslunudd

Vera nuddar Sóllilju vinkonu sína
Sóllilja nuddar Veru

Popp-partý

Einbeitt í leirkrók
Nálægðaræfing
Vera massar einhvern krakka hehe

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker