mánudagur, mars 12, 2007
TÍU
Ég elska tíur, fékk allmargar í grunnskóla og nokkrar í menntó. Enga í HÍ, en samt næstum því. Já, maður reynir svona að vera upp á tíu, standa sig, tíu er svona tala sem maður elskar. En samt er enginn ekta tía.
Nema kannski í 10 kílómetrum, það er meira ekta en margt annað.
Já, nóg af bullinu, ég er s.s. að monta mig af því að mér tókst að hlaupa heila 10 km ÚTI í fyrsta sinn í gærkvöldi. Monti monti mont. Takk fyrir, takk, takk. Minn ektamaður dró mig áfram, frá Álfaskeiðinu, framhjá heilsugæslunni Sólvangi og framhjá læknum, meðfram sjónum og upp á Garðaholt - og tilbaka. Rétt rúmir tíu, allt löglega mælt á bílnum áður en lagt var af stað. Hlaupaúrið er nebblega ekki enn orðið að veruleika. TÍU. Með nýju gusgus plötuna og nýju BOSE headsettin mín í gat þetta bara ekki klikkað, þau saman komu mér alla vega hálfa leið.
54 mínútur upp og niður, í rigningu, sól, hagli, hríð, roki í allar áttir með og á móti, sudda og hamagangi. Og ég elskaði það, ahh...
Ég gef sjálfri mér alveg 10 fyrir þetta.
Nema kannski í 10 kílómetrum, það er meira ekta en margt annað.
Já, nóg af bullinu, ég er s.s. að monta mig af því að mér tókst að hlaupa heila 10 km ÚTI í fyrsta sinn í gærkvöldi. Monti monti mont. Takk fyrir, takk, takk. Minn ektamaður dró mig áfram, frá Álfaskeiðinu, framhjá heilsugæslunni Sólvangi og framhjá læknum, meðfram sjónum og upp á Garðaholt - og tilbaka. Rétt rúmir tíu, allt löglega mælt á bílnum áður en lagt var af stað. Hlaupaúrið er nebblega ekki enn orðið að veruleika. TÍU. Með nýju gusgus plötuna og nýju BOSE headsettin mín í gat þetta bara ekki klikkað, þau saman komu mér alla vega hálfa leið.
54 mínútur upp og niður, í rigningu, sól, hagli, hríð, roki í allar áttir með og á móti, sudda og hamagangi. Og ég elskaði það, ahh...
Ég gef sjálfri mér alveg 10 fyrir þetta.
Comments:
Skrifa ummæli