<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, mars 21, 2007

Skokkarinn ég 

Ég hélt ég væri orðin hlaupari en ætli ég flokkist ekki enn undir skokkara. Svona aðeins softer, hægara og styttra. Ekki orðin pró ennþá, og verð kannski aldrei. Hádegishlaupafélaginn minn tók þátt í hálfmaraþoni síðustu helgi, bara sísvona, no problemo. Við vorum búin að vera að skokka saman í um 2-3 vikur þegar hann bara massar maraþonið eins og ekkert sé. Í snjó og byl meira að segja þótt Vormaraþon ætti að heita. Í tengslum við þetta var ég að hugsa hvað það er merkilegt hvað karlmenn virðast vera miklu fljótari að koma sér í form. Eða er ég kannski bara svona lengi? Ég meina, ég er búin að skokka síðan miðjan október og rétt byrjuð að bifast áfram hehe. Þeir karlmenn sem ég er með í huga eru reyndar allir fótbolta eða handboltastrákar sem hafa hlaupið on&off alla sína tíð svo kannski er það ekki réttur samanburður við mig sundstelpuna sem kunni ekki að hlaupa hleypur enn kiðfætt eins og kjéddling. Auðvitað eru ekki allir strákar fljótir í form. Er samt viss um að t.d. Viggi gæti tekið hálft maraþon núna án þess að æfa sérstaklega fyrir það. Hann hljóp 10 km nýstiginn upp úr ælupest og joggaði þetta með mér á lallhraða, voða almennilegur. Sömuleiðis er hádegishlaupafélaginn voða næs að taka létta skokkið inn á milli hörðu æfinganna með mér. Ég er orðin hvíldin hans!

Tilgátan um karlmennina og formið var alveg að verða að kenningu hjá mér þegar ég sá svo tvær fréttir í gær sem báðar fjölluðu um konur og hlaup. Önnur hljóp hálft maraþon í þessu sama Vormaraþoni og hlaupafélaginn, en þá voru aðeins 10 vikur liðnar frá því hún átti barn! Hún var víst í þrusuformi þegar hún varð ólétt og hljóp með kúluna fram á 8. mánuð! Sjáiði þetta fyrir ykkur?? Og svo fæðist krakkinn og allt dótið þarna niðri og brjóstin og allt í tilheyrandi steik eftir það - en þessi fór bara og hljóp hálft maraþon með tveggja og hálfsmánaða gamalt kríli. Hin fréttin sagði svo frá konu á besta aldri sem hljóp heilt maraþon aðeins 6 mánuðum eftir hevví krabbameinsmeðferð! Svo GO konur - ég hlýt að geta þetta líka.

Tími er kannski það helsta sem mig vantar núna, til að geta æft mig betur. Til að geta einhvern tímann transformerast úr skokkara í hlaupara. Það gerist vonandi í sumar með maraþoninu, en bara tilhugsunin um slíka vegalengd er ennþá eins og ferð til tunglsins.
Hva, allt í lagi að setja sér markmið...

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker