fimmtudagur, mars 15, 2007
Miðvikutónlistardagur
Fyrst blúsaði ég með Miss Andreu Gylfa með nýju tennurnar og fór svo á kóræfingu með Bardukha, en við kórinn ætlum einmitt að troða upp (iiii gaman að segja troða upp!) með þeim í næstu viku á miðviku- og fimmtudag.
Bardukha spilar svokallaða balzamertónlist en hún á rætur sínar að rekja til austur-evrópskrar, arabískrar og persneskrar þjóðlagahefðar auk sígaunatónlistar. Þeir eru svakalega klárir og hafa jafnan vakið mikla athygli á tónleikum með túlkun sinni á tónleikum. Úllalla hvernig verður þetta þá með okkur líka...
Það er alla vega virkilega gaman að æfa með þeim, þótt tékkneskan og albanískan sé aðeins að vefjast um tunguna á okkur. En þetta verður fjör. Býst auðvitað við að þið fjölmennið í Hafnarborg eins og vanalega :)
Comments:
Skrifa ummæli