<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, mars 26, 2007

Ég heiti Helga á helgidögum... 

Jæja já.
Enn önnur helgi liðin. Og þessi var fín eins og þær eru nú flestar.

Íþróttaskólinn er náttúrulega fastur liður og þá er maður í eðalmömmugírnum sínum. Svo er það nýr liður hjá pöbbunum að fara í krakkasundferð á laugardögum. Pabbasund, maður man nú eftir því á sunnudagsmorgnum í gamla daga á meðan mamma steikti kótilettur í raspi og bjó til bernessósu. Nema hvað mamman á þessum bænum var ekki að steikja kótilettur heldur lagði sig bara ahhhh... hvað er þetta, íþróttaskólinn tekur á. Og svo þurfti ég að safna kröftum fyrir kraftmikið kvöldið. Gusgus tónleikar voru það heillin og ég skemmti mér hið besta eftir að hafa fyrst farið í matarboð í miðbænum og labbað í bæinn. Oh, það var nú æðisleg tilfinning. Bara rölta í bæinn (en reyndar taka svo leigara heim fyrir 3000 kall!) á tónleika. Það var svona miðbæjardjammpæjan ég. Ég dansaði af mér rassinn á Nasa og fékk svona tekknó-reif í fótinn flashback frá því ég var ung dama. Og fílaði það. Það var svona unglingurinn ég.

Fermingarveislur með tilheyrandi mæjónesi og marengs sáu svo um þynnkuna og svefnleysið á sunnudaginn. Það var svona gamla frænkan ég þar. Og svo var það útihlaup að sjálfsögðu, loksins, eftir vikulanga hálsbólgu og þvílíkt óveður sem ég lagði ekki út í. En ég lét veisluátið og bjórþambið finna vel fyrir því í gærkvöldi og hljóp í gusgusdansfílingnum frá því kvöldið áður á mettíma, tilbúin í næstu viku. Aha, akkúrat, þið eruð með þetta = hressa og frábæra ég.

Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker